Fara í efni

Menningarnefnd

27. fundur 03. júlí 2001

Mættir á fundinn voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Hildur Jónsdóttir, Jón Jónsson og Arnþór Helgason. Auk þeirra mættu Pálína Magnúsdóttir og Lúðvík Hjalti Jónsson.

Dagskrá fundarins:                     1) Bæjarlistamaður 2001.

2)     Erindi frá Þjóðminjasafni.

3)     Nýtt bókasafnskerfi.

4)     Styrkbeiðni- boð um tónleikahald.

5)     Önnur mál.

Formaður setti fund kl. 17.10 og var strax gengið til dagskrár.

1.   Rætt var um tilhögun úthlutunar og val listamannsins þessu sinni og ákveðið að auglýsa eftir umsóknum í Nesfréttum og Morgunblaðinu fyrir júlílok og að skila þurfi umsóknum fyrir 20. ágúst n.k.

2.   Málið rætt.  Athuga þarf þessa umsókn og mun Sigrún Edda Jónsdóttir og Arnþór Helgason ræða frekar við þjóðminjavörð.

3.   Pálína Magnúsdóttir kynnti fundarmönnum efnið.  Seltjarnarnesbær er þátttakandi í þessu verkefni og ver til þess kr. 1.200.000.- fyrsta árið.

4.   Umrædd beiðni tekin fyrir og rædd en þar sem mjög óljóst er hvað um er beðið var Hildi Jónsdóttur falið að kanna nánar hvað um er að ræða.

5.   Fram kom að Harpa Björnsdóttir hefur gert við listaverk sitt, sem er í anddyri Bókasafnsins og einnig að skuld okkar við hana sé að fullu greidd.

Rætt var um styrkveitingar til væntanlegs myndbands um dýralíf á Nesinu og heimtur á þeim og einnig um mannlífið í sambandi við téð myndband.

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 18.20.

Jón Jónsson, ritari nefndarinnar.

(sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?