Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Hildur Jónsdóttir, Ingveldur Viggósdóttir, Jón Jónsson og Arnþór Helgason.
Dagskrá fundarins: 1) Val bæjarlistamanns 2001.
2) Önnur mál.
Formaður setti fund kl. 17.18 og var strax gengið til dagskrár.
1. Farið var enn gaumgæfilega yfir öll gögn umsækjenda og var nefndin sammála um að veita listakonunni Messíönu Tómasdóttur, Vesturströnd 2, Seltjarnarnesi, viðurkenninguna:
“Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2001”.
Ákveðið var að veitingin færi fram á Koníaksstofu Rauða Ljónsins við Eiðistorg hinn 28. september 2001 kl. 17.00.
Þannig yrði boðið nýkjörnum bæjarlistamanni og fjölskyldu hans, öðrum umsækjendum um titilinn, að þessu sinni, bæjarstjórnarmönnum, Menningarnefnd og öðrum, sem að málinu komu og mökum þeirra.
2. Önnur mál:
a. Rætt var um að tala við Rúnu Gísladóttur bæjarlistamann 2000 um sýningu á verkum hennar hér í bæ en til þess er ætlast í sambandi við veitingu þessa titils.
b. Komið var inn á listaverkakaup vegna styttunnar á horni Lindarbrautar/Suðurstrandar. Menn skeggræddu þetta nokkra stund og var skoðun fundarins að bjóða listamanninum kr.2.000.000.- í verkið, sem greitt yrði á 10 árum.
Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 18.10.
Jón Jónsson, ritari nefndarinnar.
(sign)