Mættir voru: Sigrún Edda Jónsdóttir, Hildur Jónsdóttir, Ingveldur Viggósdóttir, Jón Jónsson og Arnþór Helgason. Auk þeirra mættu Pálína Magnúsdóttir og Lúðvík Hjalti Jónsson.
Dagskrá fundarins: 1) Fjárhagsáætlun ársins 2002.
2) Kaup á listaverki.
3) Styrktarbeiðni: Nesstofa o.fl.
4) Önnur mál.
Formaður setti fund kl. 17.14 og var strax gengið til dagskrár.
1. a. Drög að fjárhagsáætlun fyrir bókasafn Seltjarnarness lögð fram.
Farið var yfir áætlunina lið fyrir lið. Gefnar voru skýringar þar sem þess var óskað. Var áætlunin samþykkt óbreytt. Spurt var um tryggingamál safnsins undir þessum lið og voru þau sögð í góðu lagi.
b. Drög að fjárhagsáætlunum fyrir Náttúrugripasafn Seltjarnarness og Lista- og menningarsjóð voru lögð fram. Voru þau rædd og samþykkt með nokkrum breytingum til hækkunar.
2. Samþykkt að kaupa styttuna, sem stendur á horni Lindarbr./Suðurströnd á kr. 2.500.000.- að frádregnum kr. 300.000.- sem er leigugjöld af verkinu. Styttan verður greidd á næstu þremur árum án vaxta.
3. a. Styrkbeiðni frá Nesstofusafni vegna útgáfu á nýjum kynningarbæklingi vegna Nesstofu. Samþykktur styrkur að upphæð kr. 100.000.-
b. Ósk um fjárstuðning í tilefni uppsetningar Skuggaleikhússins á barnaóperunni “Ófelíu” í íslensku óperunni er vísað til
foreldrafélaga grunn- og leikskóla.
4. Athuga verk hjá Rögnu Ingimundardóttur f.v. bæjarlistamanns.
Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 18.55.
Jón Jónsson, ritari nefndarinnar.
(sign)