Fara í efni

Menningarnefnd

36. fundur 28. ágúst 2002

Dags.: 28.08.2002  
Tími: 17:10-19:10  
Staður: Skólaskrifstofa  
Fundarstjóri: Sólveig Pálsdóttir formaður Fundarritari: Pálína Magnúsdóttir
   
Dagskrá: Fundarmenn:
  1. Stutt yfirlit yfir væntanlega viðburði
 Menningarnefnd: Sólveig Pálsdóttir, Bjarki
 
  2. Erindi frá Kirkjugarðasambandi Íslands
 Harðarson, Bjarni Dagur Jónsson,
 
  3. Styrkveitingar
 Arnþór Helgason, Sonja B. Jónsdóttir.
 
  4. Bæjarlistamaður 2002
 Starfsmenn: Lúðvík Hjalti Jónsson, Pálína 
  5. Önnur mál
 Magnúsdóttir.
 
 Umræður, ákvarðanir, niðurstöður:
     
  1. 7.september opna bæjarlistamenn 2000 og 2001 einkasýningar í Húsi málaranna. Þetta eru Rúna Gísladóttir og Messíana Tómasdóttir. Jass verður einnig á Eiðistorginu þennan dag. Stefnt er að frekara tónleikahaldi í haust.
Sólveig er búin að semja við Ásdísi Ólafsdóttur um að vera með pistil í Nesfréttum sem ber nafnið Listaverk mánaðarins. Þar mun hún fjalla um einstök listaverk í eigu bæjarins. Fyrsti pistillinn birtist í næstu Nesfréttum  og verður um Skugga Steinunnar Þórarinsdóttur sem stendur við Suðurströnd.
Vettfangsferð nefndarmanna. Lúðvík Hjalti ætlar að undirbúa slíka ferð í október. Stefnt er að því að fá Ingveldi Viggósdóttur í fund nefndarinnar í nóvember til að fjalla um Náttúrugripasafn. 
  2. Erindi frá Kirkjugarðasambandi Íslands þar sem boðið er upp á að taka saman og setja helstu ævidrög látinna heiðursborgara og/eða annarra látinna einstaklinga inn á gardur.is.
Ákveðið að leggja til að bæjarstjórn vísi þessu til sóknarnefndar Seltjarnarneskirkju.
  3. a)       Erindi frá Selkórnum. Selkórinn sækir um styrk til að fjármagna ferð kórsins ásamt Söngsveitarinni Fílharmóníu til St. Pétursborgar í september.
Samþykkt að veita kr. 100.000 að því tilskyldu að leyfi fáist til að millifæra fé frá Náttúrugripasafni til Menningarnefndar. Bjarki Harðarson vék af fundi meðan umræður fóru fram um málið.

b)       Umsókn um menningarstyrk frá Kammerkór Seltjarnarneskirkju vegna fyrirhugaðrar tónleikaferðar til Tékklands haust.
Samþykkt að veita kr. 30.000 að því tilskyldu að tilfærsla fáist á fé frá Náttúrugripasafni til Menningarnefndar.
 
  4. Farið yfir umsóknir um bæjarlistamann 2002. Alls bárust 9 umsóknir.
  5. Næsti fundur ákveðinn miðvikudaginn 4.september kl. 17:10 

Sólveig Pálsdóttir (sign.)
Bjarki Harðarson (sign.)
Bjarni Dagur Jónsson (sign.)
Arnþór Helgason (sign.)
Sonja B. Jónsdóttir (sign.)

 
 
Fundargerð lögð fyrir bæjarstjórn til afgreiðslu:   
Bókun á bæjarstjórnarfundi:



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?