Fara í efni

Menningarnefnd

38. fundur 19. september 2002

Dags.: 19.09.2002  
Tími: 17:15-18:45  
Staður: Skólaskrifstofa  
Fundarstjóri: Sólveig Pálsdóttir formaður Fundarritari: Pálína Magnúsdóttir
   
Dagskrá: Fundarmenn:
  1. Greinargerð um flutning bókasafns
 Menningarnefnd: Sólveig Pálsdóttir,
 
  2. Fjárhagsáætlun 2003
 Bjarni Dagur Jónsson,
 
  3. Yfirlit og önnur mál
 Arnþór Helgason, Sonja B. Jónsdóttir.
 
  
 Starfsmenn: Lúðvík Hjalti Jónsson, Pálína 
  
 Magnúsdóttir.
 
Umræður, ákvarðanir, niðurstöður:
     
  1. Greinargerð um flutning bókasafns.
Fjallað um greinargerð Pálínu Magnúsdóttur bæjarbókavarðar um flutnings bókasafns á Eiðistorg.
Með tilvísan í greinargerðina var samþykkt að beina þeim tilmælum til bæjarstjórnar að bæjarstjóri fari í viðræður við eigendur húsnæðis á Eiðistorgi um leigu eða kaup á því fyrir bókasafn. 
  2. Fjárhagsáætlun 2003.
Fjárhagsáætlun menningarmála fyrir árið 2003 tekin fyrir. Lúðvík Hjalti gerði grein fyrir fjárhagsáætlun bókasafns og menningarnefndar. Fram kom að fjárhagsáætlun er innan þess ramma sem gefinn var út fyrir málaflokkinn. Alls hljóðar fjárhagsáætlun fyrir málaflokkinn upp á kr. 31.281.000. Bókasafn 23.361.000 og 7.920.000 í önnur menningarmál. Fjárhagsáætlun samþykkt samhljóða.
Pálína leggur til að lánþegakort á bókasafni verði hækkað í 1000 kr um áramót. Samþykkt samhljóða.
  3. Yfirlit og önnur mál.
a) Sólveig fór stuttlega yfir það sem gerst hefur í menningarmálum síðustu vikur. Opnuð var sýning bæjarlistamannanna Messíönu Tómasdóttur og Rúnu Gísladóttur á Eiðistorgi og einnig hélt Kuran Swing tónleika í boði Íslandsbanka. Á þriðja hundrað manns sóttu opnun sýningarinnar og tónleikana þennan dag.
b) Rætt um hugmyndir um að halda menningardag, t.d. einn dag að vori með tónleikahaldi og listsýningum.
c) Bæjarlistamaður 2002. Útnefning nýs bæjarlistamanns verður formlega tilkynnt í hófi sem haldið verður 4. október n.k. í sal Lyfjafræðingafélag Íslands v/Nesstofu.
d) Pistillinn “Listaverk mánaðarins” birtist í næstu Nesfréttum og einnig hefur hann verið birtur á vef Seltjarnarnesbæjar. Einnig verður grein um menningarmál eftir Sólveigu í næstu Nesfréttum.
e) Lagður fram listi yfir listaverk í eigu Seltjarnarnesbæjar.
f) Bjarni Dagur velti upp hugmyndum um hvort menningarnefnd eigi að standa fyrir uppákomum á aðventu á Eiðistorgi. Vel var tekið í hugmyndir hans. Rætt var um fjáöflunarleiðir til framkvæmda á þessum hugmyndum.

Sólveig Pálsdóttir (sign.)
Bjarni Dagur Jónsson (sign.)
Arnþór Helgason (sign.)
Sonja B. Jónsdóttir (sign.)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?