Dags.: 29.10.2002
Tími: 17:10-19:00
Staður: Skólaskrifstofa
Fundarstjóri: Sólveig Pálsdóttir formaður Fundarritari: Pálína Magnúsdóttir
Dagskrá:
1. Erindi frá Guðnýju Guðmundsdóttur og Gunnari Kvaran.
2. Bréf frá Jónmundi Guðmarssyni bæjarstjóra varðandi fundarsköp og fundarboðun.
3. Hugarflug.
Fundarmenn:
Menningarnefnd: Sólveig Pálsdóttir, Bjarki Harðarson, Bjarni Dagur Jónsson, Arnþór Helgason, Jakob Þór Einarsson
Starfsmenn: Lúðvík Hjalti Jónsson og Pálína Magnúsdóttir
Umræður, ákvarðanir, niðurstöður:
1. Tekið fyrir erindi frá Guðnýju Guðmundsdóttur og Gunnari Kvaran þar sem lögð er fram hugmynd um tónlistarhátíð (menningarhátíð) á Seltjarnarnesi.
Töluverðar umræður spunnust um málið. Menningarnefnd tekur jákvætt í erindið og ákveðið að kanna nánar möguleika á að halda slíka hátíð.
2. Tekið fyrir bréf frá Jónmundi Guðmarssyni bæjarstjóra varðandi fundarsköp og fundarboðun.
3. Hugarflug. Velt upp hugmyndum um verkefni næsta árs.
Fundargerð lögð fyrir bæjarstjórn til afgreiðslu:
Bókun á bæjarstjórnarfundi: