Fara í efni

Menningarnefnd

45. fundur 03. apríl 2003

Dags.: 03.04.2003
Tími: 17:10-19:00
Staður: Bæjarskrifstofur
Fundarstjóri: Sólveig Pálsdóttir formaður
Fundarritari: Pálína Magnúsdóttir

Fundarmenn: Sólveig Pálsdóttir, Bjarni Dagur Jónsson, Arnþór Helgason, Bjarni Torfi Álfþórsson, Sonja B. Jónsdóttir og Pálína Magnúsdóttir bæjarbókavörður.

Bjarki Harðarson og Jakob Þór Einarsson boðuðu forföll.

Dagskrá:

1. Árskýrslur – bókasafns og menningarnefndar

2. Uppsögn Mýrarhúsaskóla á samningi við Bókasafn

3. Styrkbeiðnir:

a) Jóhann Helgason

b) Selkórinn

c) Listahátíðarnefnd Seltjarnarneskirkju

d) Fyrirspurn um styrk

4. Önnur mál

1. Árskýrslur – bókasafns og menningarnefndar

Teknar fyrir ársskýrslur Bókasafns Seltjarnarness 2002 og menningarnefndar frá 1. júní til ársloka 2002.

Fram kom að starfsemi safnsins er í miklum blóma og útlánaaukning á síðasta ári var 7%. Formaður þakkaði starfsfólki bókasafnsins fyrir gott starf og sérstaklega það starfs sem unnið er með því augnamiði að auka lestur barna.

2. Uppsögn Mýrarhúsaskóla á samningi við Bókasafn

Gerður var samningur við Mýrarhúsaskóla árið 2001 um að Bókasafn Seltjarnarness tæki að sér að þjónusta safns skólans um skráningu og plöstun. Nú hefur verið ráðinn nýr starfsmaður til safnsins sem óskaði eftir því að fá að taka þessi verk að sér. Því segir skólinn samningum upp.

3. Styrkbeiðnir:

a) Jóhann Helgason.

Á fundi nr. 43(9), 06.02.03 sl., var tekin fyrir styrkbeiðni frá Jóhanni Helgasyni. Óskaði nefndin þá eftir nánari upplýsingum frá Jóhanni sem nú hafa borist.

Samþykkt að veita Jóhanni 125.000 kr.

b) Selkórinn.

Ósk um fjárframlag v/starfs Selkórsins á Seltjarnarnesi.

Samþykkt að veita Selkórnum 150.000 kr.

c) Listahátíðarnefnd Seltjarnarneskirkju

Sótt er um styrk upp á 250.000 krónur til að standa straum af kostnaði við sjöttu Listahátíð Seltjarnarneskirkju sem haldin verður í 20. apríl – 3. maí n.k.

Tekið er jákvætt í erindið en samþykkt að óska eftir fjárhagsáætlun og fjármögnunarkostum vegna hátíðarinnar.

d) Fyrirspurn um styrk (m.nr. 2003030006/105.23)

Fá Þorvaldi Þór Þorvaldssyni þar sem óskað er eftir upplýsingum um styrkveitingar til handa tónlistarnema.

Menningarnefnd veitir ekki starfslaun og erindinu því vísað frá.

4. Önnur mál.

Formaður nefndi tuttugu ára starfsafmæli Ballettskóla Guðbjargar Björgvinsdóttur og sendir nefndin henni hamingjuóskir á þessum tímamótum og þakkar henni gott starf í þágu barna og unglinga.

Fundi slitið kl. 19:00.

Sólveig Pálsdóttir (sign)

Bjarni Torfi Álfþórsson (sign)

Bjarni Dagur Jónsson (sign)

Arnþór Helgason (sign)

Sonja B. Jónsdóttir (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?