Dags.: 08.05.2003
Tími: 17:00-19:00
Staður: Bæjarskrifstofur
Fundarstjóri: Sólveig Pálsdóttir formaður
Fundarritari: Elsa Hartmannsdóttir
Fundarmenn: Sólveig Pálsdóttir, Bjarki Harðarson, Bjarni Dagur Jónsson, Jakob Þór Einarsson og Arnþór Helgason.
Elsa Hartmannsdóttir ritaði fundargerð.
Dagskrá:
17:00-18:00 Vinnufundur með Jóni Hákoni Magnússyni, Guðnýju Guðmundsdóttur og Gunnari Kvaran.
18:00-19:00 Fundur menningarnefndar:
1. Styrkbeiðni frá Listahátíðarnefnd Seltjarnarneskirkju
2. Styrkbeiðni frá Poppoli kvikmyndafélagi
3. Erindi frá Umhverfisnefnd
4. Bylgjulestin á Nesið -óformleg fyrirspurn
17:00-18:00 Vinnufundur með Jóni Hákoni Magnússyni, Guðnýju Guðmundsdóttur og Gunnari Kvaran þar sem farið var yfir ýmis atriði varðandi tónlistarhátíð í maí.
1. Styrkbeiðni frá Listahátíðarnefnd Seltjarnarneskirkju.
M.nr. 2003050004/105.23
Á síðasta fundi Menningarnefndar var tekin fyrir styrkbeiðni frá Listahátíðarnefnd Seltjarnarneskirkju þar sem óskað er 250.000 styrks. Tekið var jákvætt í erindið en samþykkt að óska eftir fjárhagsáætlun og fjármögnunarkostum vegna hátíðarinnar sem nú hafa borist.
Ákvörðun: Styrkur að upphæð 100.000 krónur samþykktur.
2. Styrkbeiðni frá Poppoli kvikmyndafélagi.
M.nr. 2003040061/105.23
Poppoli kvikmyndafélag er að framleiða heimildarmynd um Bubba Morthens sem ber heitið Blindsker – Saga Bubba Morthens. Óskað er eftir styrk að upphæð 400.000 krónur.
Ákvörðun: Styrkbeiðni synjað.
3. Erindi frá Umhverfisnefnd.
M.nr. 2003050003/105.23
Borist hefur erindi frá Umhverfisnefnd Seltjarnarness um samstarf Staðardagskrár 21 á Seltjarnarnesi. Einnig var rætt um mikilvægi þess að nefndirnar eigi gott samstarf.
Ákvörðun: Menningarnefnd þakkar gott boð. Formanni var falið að svara erindinu með viðeigandi hætti. Síðan sagði formaður frá skipan í vinnuhóp í Jónsmessugöngu. Hópinn skipa: Stefán Bergmann, Jens Pétur Hjaltested og Berglind Magnúsdóttir.
4. Bylgjulestin á Nesið -óformleg fyrirspurn.
Ákvörðun: Bylgjulestin boðin velkomin á Seltjarnarnes. Styrkbeiðni synjað.
Fundi slitið kl. 19:00.
Sólveig Pálsdóttir (sign)
Arnþór Helgason (sign)
Bjarki Harðarson (sign)
Bjarni Dagur Jónsson (sign)