Dags.: 28.08.2003
Tími: 17:10-19:00
Staður: Bæjarskrifstofur
Fundarstjóri: Sólveig Pálsdóttir formaður
Fundarritari: Pálína Magnúsdóttir
Fundarmenn: Sólveig Pálsdóttir, Bjarki Harðarson, Bjarni Dagur Jónsson, Jakob Þór Einarsson og Pálína Magnúsdóttir bæjarbókavörður.
Arnþór Helgason boðaði forföll
Dagskrá:
1. Nesstofa - Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri kynnir stöðu mála
2. Menningarhátíð- uppgjör
3. Reglur um styrkveitingar
4. Bókasafn
5. Beiðni um fjárstuðning v/flutnings tónverksins Petite Messe Solennelle
6. Tillögur um áherslur um fyrirkomulag vinabæjarsamstarfs
7. Litið fram á veginn til komandi vetrar
1. Nesstofa - Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri kynnir stöðu mála
Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri kynnti fyrir fundarmönnum drög að samningi um rekstur og uppbyggingu Nesstofu á Seltjarnarnesi.
Menningarnefnd fagnar drögum að samningi um Nesstofu á Seltjarnarnesi og hvetur bæjarstjórn eindregið til að ljúka samningum samkvæmt þeim tillögum sem kynntar voru nefndinni.
2. Menningarhátíð – uppgjör
Sólveig las upp bréf frá bæjarstjórn Seltjarnarness þar sem lýst er ánægju með hátíðina.
Lagt var fram uppgjör vegna menningarhátíðarinnar "Bjartar nætur á Seltjarnarnesi". Tekjur af hátíðinni voru 518.750 kr., gjöld 2.307.253 kr. Fjárhagsáætlun 2003 gerði ráð fyrir 1.500.000 kr. í styrki.
3. Reglur um styrkveitingar
Árlega fær menningarnefnd ákveðna upphæð í fjárhagsáætlun til ráðstöfunar til að veita styrki til menningarstarfsemi. Engar sérstakar reglur eru til um þessar styrkveitingar og þykir ástæða til að nefndin móti þær til að gera þessar styrkveitingar skilvirkari og þær nýtist betur í þágu bæjarfélagsins.
Ákveðið að leggja fram drög að reglum á næsta fundi.
4. Bókasafn
Pálína sagði frá flutningi bókasafnsins sem gekk eftir áætlun. Mikil aukning hefur verið í komum á safnið í sumar og eru starfmenn mjög ánægðir eftir fyrstu tvo mánuðina á nýjum stað. Móta þarf reglur um útleigu á fjölnotasal safnsins og óskaði Pálína eftir því að nefndin kæmi með tillögur þar að lútandi.
Samþykkt að koma með drög að slíkum reglum á næsta fund.
5. Beiðni um fjárstuðning v/flutnings tónverksins Petite Messe Solennelle
Mnr. 2003060009/105.23
Lögð fram beiðni um fjárstuðning v/flutnings tónverksins Petite Messe Solenelle sem flutt var í Seltjarnarneskirkju þann 7. ágúst s.l. Fram kemur í umsókn að áætlaður kostnaður við flutning sé 500.000. Ekki er farið fram á sérstaka upphæð.
Styrkbeiðni hafnað.
6. Tillögur um áherslur um fyrirkomulag vinabæjarsamstarfs
Mnr. 2003030003/006.1
Á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness 21. ágúst sl. voru lagðar fram tillögur um áherslur og fyrirkomulag um norrænt vinabæjarsamstarf Seltjarnarness, unnar af Pálínu Magnúsdóttur bæjarbókaverði og Hrafnhildi Sigurðardóttur leikskólafulltrúa annars vegar og fulltrúum Seltjarnarnesbæjar á vinabæjarmóti vorið 2003 hins vegar.
Samþykkt var á fyrrnefndum fundi að vísa tillögunum til menningarnefndar.
Menningarnefnd leggur til að vinabæjarmálin falli undir nefndina í framtíðinni og þau heyri undir bókasafnið.
7. Litið fram á veginn til komandi vetrar.
Formaður leit fram á veginn til komandi vetrar og reifaði ýmis mál sem eru á döfinni í vetur.
Fundi slitið kl. 19:00
Sólveig Pálsdóttir (sign)
Bjarki Harðarson (sign)
Bjarni Dagur Jónsson (sign)
Jakob Þór Einarsson (sign)