Fara í efni

Menningarnefnd

09. september 2008

91. fundur Menningarnefndar Seltjarnarness haldinn þriðjudaginn 9. september 2008, kl. 17:10 í bæjarstjórnarsal Seltjarnarness.

Mættir voru: Sólveig Pálsdóttir formaður, Bjarki Harðarson varaformaður, Bryndís Loftsdóttir, Unnur Pálsdóttir, Valgeir Guðjónsson og Ellen Calmon fræðslu- og menningarfulltrúi.

Fundi stýrði Sólveig Pálsdóttir.

Fundargerð ritaði Ellen Calmon.

Þetta gerðist:

  1. Nefndin samþykkti tillögu formanns um að ný staðsetning útilistaverksins ,,Skyggnst bak við tunglið” eftir Sigurjón Ólafsson verði á grasbletti fyrir framan raðhúsalengjuna við Selbraut 2-8. Er erindinu vísað til skiplags- og mannvirkjanefndar.
    Bókun með erindi til skipulags- og mannvirkjanefndar.

    ,,Við val á nýjum stað fyrir verkið þarf að hafa í huga: 1) Engin útilistaverk í eigu bæjarins eru austan megin við Eiðistorg. 2) Listaverkið þarf að vera staðsett þar sem flestir njóta þess. 3) Nokkuð gott rými þarf að vera í kringum verkið.
    Tillaga menningarnefndar uppfyllir þessi þrjú atriði. Einnig er það álit nefndarinnar að fyrrgreind staðsetning myndi auka menningarlega ásýnd bæjarins er komið er inn í bæinn. Þá hafa fulltrúar safns Sigurjóns Ólafssonar lýst yfir ánægju með flutning verksins og gera engar athugasemdir við hugmyndir um fyrrgreinda staðsetningu.“
  2. Farið var yfir þær gagngeru endurbætur sem gerðar hafa verið á Náttúrugripasafni Seltjarnarness. Gerð var grein fyrir aukafjárveitingu til framkvæmdanna.
  3. Farið var yfir tillögur frá auglýsingastofu varðandi útlit og útgáfu á menningarstefnu Seltjarnarnesbæjar. Fræðslu- og menningarfulltrúa falið að vinna áfram að verkefninu.
  4. Formaður lagði fram tillögur varðandi listaverkakaup á árinu. Nefndin samþykkir að kaupa olíumálverk eftir Kristínu Gunnlaugsdóttur bæjarlistamann Seltjarnarness 2008. Viðmiðunarstærð verksins er 170 cm x 200 cm. Gert er ráð fyrir að verkinu verði fundinn staður í nýju Lækningaminjasafni Íslands. Formanni nefndarinnar er falið að ganga til samninga við Kristínu um að vinna verkið sérstaklega með þá staðsetningu í huga. Greiðslu verksins skal í síðasta lagi verða lokið í mars 2010. Kaupin eru í samræmi við þá stefnu að bærinn eigi verk eftir þá listamenn sem hlotið hafa nafnbótina bæjarlistamaður Seltjarnarness.
  5. Rætt var um komandi menningarhátíð og samþykkt að haldinn verði sérstakur vinnufundur menningarnefndar nú í september vegna hátíðarinnar.

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl.19:00.

EC

 

Sólveig Pálsdóttir (sign)

Bjarki Harðarson (sign)

Bryndís Loftsdóttir (sign)

Unnur Pálsdóttir (sign)

Valgeir Guðjónsson (sign)

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?