Fara í efni

Menningarnefnd

53. fundur 05. febrúar 2004

53 (19). fundur menningarnefndar Seltjarnarness haldinn 5. febrúar 2003 að Austurströnd 2

Dagskrá:

1. Ósk um fjárframlag v/starfs Selkórsins Mnr. 2004010048

2. Ungmennatónleikar á Seltjarnarnesi Mnr. 2004010047

3. Erindi frá Jóhanni G. Jóhannssyni

4. Heimsóknir á vinnustofur listamanna

Fundarstjóri: Sólveig Pálsdóttir formaður
Fundarritari: Pálína Magnúsdóttir

Fundarmenn: Sólveig Pálsdóttir, Bjarki Harðarson, Arnþór Helgason, Jakob Þór Einarsson, Bjarni Torfi Álfþórsson.
Bjarni Dagur Jónsson boðaði forföll

Formaður lagði til að 3. og 4. liður dagskrár yrði færður undir önnur mál. Samþykkt samhljóða

1. Ósk um fjárframlag v/starfs Selkórsins

Selkórinn sækir um styrk til að standa straum af starfsemi sinni . Sótt er um 300.000 króna styrk.
Samþykkt samhljóða.

2. Ungmennatónleikar á Seltjarnarnesi

Umsókn um styrk til að halda ungmennatónleika til styrktar B.U.G.L. (barna- og unglingageðdeildar Landsspítalans). Sótt er um styrk til að standa straum af kostnaði við leigu á ljósabúnaði og pappír í aðgöngumiða, alls krónur 40.000. Tónleikarnir hafa þegar verið haldnir og tókust vel.
Menningarnefnd lýsir ánægju yfir framtaki þessara stúlkna sem er til fyrirmyndar og eftirbreytni.
Samþykkt að veita 40.000 krónur.

3. Önnur mál

a) Formaður greindi frá því að Jóhann G. Jóhannsson hafi haft samband við sig og sagt frá því að um þessar mundir væru 40 ár liðin frá því að hann hóf tónlistarferil sinn.Jóhann óskar eftir styrk af því tilefni.
Menningarnefnd getur ekki orðið við þessari beiðni en lýsir áhuga á því að bókasafnið kaupi heildarútgáfu tónlistar hans þegar hún kemur út, en áætlað verð er 15.000 krónur.


b) Heimsóknir á vinnustofur.
Rætt var um heimsóknir á vinnustofur listamanna en málinu frestað vegna fjarveru Bjarna Dags Jónssonar.

Fundi slitið kl. 18:10

Sólveig Pálsdóttir (sign)
Bjarki Harðarson (sign)
Bjarni Torfi Álfþórsson (sign)
Arnþór Helgason (sign)
Jakob Þór Einarsson (sign)




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?