89. fundur Menningarnefndar Seltjarnarness haldinn þriðjudaginn 15. apríl, 17:10 í bæjarstjórnarsal Seltjarnarness.
Mættir voru: Sólveig Pálsdóttir formaður, Bjarki Harðarson varaformaður, Bryndís Loftsdóttir, Unnur Pálsdóttir, Valgeir Guðjónsson vék fundi undir 1. lið og Ellen Calmon fræðslu- og menningarfulltrúi.
Fundi stýrði Sólveig Pálsdóttir.
Fundargerð ritaði Ellen Calmon.
Þetta gerðist:
- Menningarnefnd óskar Ballettskóla Guðbjargar Björgvinsdóttir til hamingju með 25 ára afmælið og þakkar vel unnin störf. Nefndin samþykkir að veita skólanum 150.000 króna styrk í tilefni afmælisins. Málsnúmer 2008030043.
- Menningarnefnd samþykkir að veita Leiklistarfélags Seltjarnarness 200.000 kr. styrk. Málsnúmer 2008040052.
- Menningarnefnd þakkar sýndan áhuga en telur ekki vera grundvöll fyrir þátttöku í verkefninu. Málsnúmer 2008030019.
- Farið var yfir dagskrá viðburðarins Lesið í lauginni 26. apríl. Málsnúmer 2008020047.
- Formaður leggur til að farið verði í gagngerar endurbætur á náttúrugripasafni Seltjarnarness á grundvelli þeirrar áætlunar sem kynnt var á síðasta fundi. Stefnt skal að því að verkinu verði lokið fyrir skólabyrjun haustið 2008. Ljóst er að umræddar endurbætur verða viðamiklar og jafnframt dýrasta verkefni menningarnefndar á þessu starfsári. Málsnúmer 2008020046.
- Rætt um tillögur að dagskrá fyrir Jónsmessugönguna. Málsnúmer 2008030023.
- Formaður hefur óskað eftir tillögum um viðurkenningu fyrir framlag til lista- og menningarstarfs við útskrift úr 10. bekk frá Grunnskóla Seltjarnarness, Félagsmiðstöðinni Selinu og Tónlistarskóla Seltjarnarness. Málsnúmer 2008040057.
- Útilistaverkið „Skyggnst bak við tunglið“ eftir Sigurjón Ólafsson var fjarlægt án samráðs við menningarnefnd. Skemmdir urðu á verkinu við flutninginn. Menningarnefnd telur eðlilegt að þeir sem báru ábyrgð á flutningi verksins axli kostnað vegna viðgerða og uppsetningar þess á nýjum stað. Málsnúmer 2008020048.
- Drög að Menningarstefnu hefur verið send öllum fagnefndum bæjarins. Stefnt er að útgáfu í haust 2008. Málsnúmer 2006030018.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19:06.
EC
Sólveig Pálsdóttir (sign)
Bjarki Harðarson (sign)
Bryndís Loftsdóttir (sign)
Unnur Pálsdóttir (sign)
Valgeir Guðjónsson (sign)