88. fundur Menningarnefndar Seltjarnarness haldinn þriðjudaginn 11. mars 2008, kl. 16:50 úti við Eiðismýri og kl. 17:10 í bæjarstjórnarsal Seltjarnarness.
Mættir voru: Sólveig Pálsdóttir formaður, Bjarki Harðarson varaformaður, Bryndís Loftsdóttir, Unnur Pálsdóttir, Valgeir Guðjónsson mætti kl. 17:45 og Ellen Calmon fræðslu- og menningarfulltrúi. Gestur við 2. dagskrárlið var Auður Ólafsdóttir listfræðingur.
Fundi stýrði Sólveig Pálsdóttir.
Fundargerð ritaði Ellen Calmon.
Þetta gerðist:
- Nefndarmenn hittust úti við Eiðismýri til að skoða mögulega staðsetningu á útilistaverkinu ,,Skyggnst bak við tunglið” eftir Sigurjón Ólafsson sem áður stóð á milli íþróttahúss og sundlaugar. Fræðslu- og menningarfulltrúa er falið að fylgja málinu eftir, athuga hvernig staðið var að flutningi verksins og kanna ástand þess. Tillaga formanns menningarnefndar um staðsetningu listaverksins var samhljóða samþykkt og verður send skipulags- og mannvirkjanefnd. Málsnúmer 2008020048.
- ,,Listrænir ljósastaurar” Auður Ólafsdóttir listfræðingur kom til fundar við nefndina til skrafs og ráðagerða. Fræðslu- og menningarfulltrúa er falið að taka saman gögn varðandi verkefnið. Málsnúmer 2007060064.
- Verkefnið ,,Lesið í lauginni” Bryndís Loftsdóttir fór yfir stöðu verkefnisins.Verkefnið er komið vel á veg í samvinnu við Forlagið, Sundlaug Seltjarnarness og World Class. Málsnúmer 2008020047.
- Náttúrugripasafnið í Valhúsaskóla. Lagt var fram minnisblað um ástand safnsins og kostnaðaráætlun vegna úrbóta. Ræddar áríðandi aðgerðir og nauðsynlegar endurbætur á náttúrugripasafninu sem ljóst er að verða kostnaðarsamar. Málið verður tekið fyrir að nýju á næsta fundi nefndarinnar. Málsnúmer 2008020046.
- Listaverkakaup til skoðunar.
- Formaður kallaði eftir hugmyndum um þema Jónsmessugöngu 2008. Málsnúmer 2008030023.
Að lokum greindi formaður frá heimsókn leikskólabarna þann 21. febrúar sl. til Kristínar G. Gunnlaugsdóttur bæjarlistamanns. Næsta heimsókn verður fimmtudaginn 13. mars en þá munu börn úr 5.C. Grunnskóla Seltjarnarness heimsækja hana. Menningarnefnd lýsir yfir mikilli ánægju með framtak Kristínar og þeim jákvæðu viðbrögðunum sem því hafa fylgt.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19:20.
EC
Sólveig Pálsdóttir (sign)
Bjarki Harðarson (sign)
Bryndís Loftsdóttir (sign)
Unnur Pálsdóttir (sign)
Valgeir Guðjónsson (sign)