83. fundur Menningarnefndar Seltjarnarness haldinn þriðjudaginn 18. september 2007, kl. 17:10 í bæjarstjórnarsal Seltjarnarness.
Mættir voru: Sólveig Pálsdóttir formaður, Bjarki Harðarson varaformaður, Bryndís Loftsdóttir, Unnur Pálsdóttir, Valgeir Guðjónsson og Ellen Calmon fræðslu- og menningarfulltrúi.
Fundi stýrði Sólveig Pálsdóttir.
Fundargerð ritaði Ellen Calmon.
Dagskrá fundar:
-
Fjárhagsuppgjör Menningarhátíðar.
-
Umsókn um styrk til fiðlunáms. Málsnúmer 2007070005
-
Listrænir ljósastaurar. Málsnúmer 2007060064
-
Kynning á samtökum menningarstjórnenda á suðvesturhorninu. Málsnúmer 2007040021
Þetta gerðist:
Formaður nefndarinnar bauð nefndarmenn hjartanlega velkomna til starfa veturinn 2007-2008.
-
Farið var yfir áætlun og raunkostnað Menningarhátíðar 2007, kostnaður við hátíðina reyndist vel innan settra marka.
-
Samkvæmt reglum um styrkveitingar Menningarnefndar þá er nefndinni ekki heimilt að styrkja til náms. Styrkbeiðninni er vísað til Fjárhags- og launanefndar.
-
Fjallað var um hugmynd Bryndísar Loftsdóttur um listræna ljósastaura.
-
Kynnt voru samtök menningarstjórnenda á Suðvesturhorninu.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið 18:42.
Sólveig Pálsdóttir (sign)
Bjarki Harðarson (sign)
Bryndís Loftsdóttir (sign)
Unnur Pálsdóttir (sign)
Valgeir Guðjónsson (sign)