81. fundur menningarnefndar Seltjarnarness haldinn þriðjudaginn 15. maí 2007, kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Austurströnd 2, Seltjarnarnesi.
Mættir voru: Sólveig Pálsdóttir formaður, Bjarki Harðarson varaformaður, Bryndís Loftsdóttir, Valgeir Guðjónsson, Unnur Pálsdóttir, Pálína Magnúsdóttir bæjarbókavörður og Ellen Calmon fræðslu- og menningarfulltrúi.
Fundi stýrði Sólveig Pálsdóttir.
Fundargerð ritaði Ellen Calmon.
Þetta gerðist:
Afhent var erindisbréf Menningarnefndar sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar 11. apríl sl.
Dagskrá:
Viðurkenning fyrir framlag til lista- og menningar vegna útskriftar 10. bekkjar grunnskóla Seltjarnarness. Tillögur myndlistakennara Valhúsaskóla Móeiðar Gunnlaugsdóttur og Margrétar Sigurðardóttur forstöðumanns Selsins lagðar fram. Samþykkt samhljóða.
Jónsmessugangan rædd og hugmyndir um fyrirkomulag þessa árs.
Menningarhátíð. Lokadrög að dagskrá hátíðarinnar lögð fram og rædd ásamt fjárhagsáætlun og fleiri upplýsingum.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 19:19
Sólveig Pálsdóttir (sign)
Bjarki Harðarson (sign)
Bryndís Loftsdóttir (sign)
Valgeir Guðjónsson (sign)
Unnur Pálsdóttir (sign)