79. fundur menningarnefndar, haldinn þriðjudaginn 13.mars kl. 17:10-19:00 á bæjarskrifstofunum Austurströnd 2.
Fundarstjóri: Sólveig Pálsdóttir formaður
Fundarritari: Pálína Magnúsdóttir
Mættir: Sólveig Pálsdóttir, Bjarki Harðarson, Bryndís Loftsdóttir, Valgeir Guðjónsson og Unnur Pálsdóttir.
Dagskrá:
1. Ósk um fjárframlag vegna starfs Selkórsins á Seltjarnarnesi
Málsnúmer: 2007020008
Formaður bað Bjarka Harðarson og Valgeir Guðjónsson að víkja af fundi á meðan ákvörðun um málið var tekin.
Ákveðið að veita Selkórnum 350.000 krónur í styrk.
2. Menningarhátíð 2007
Málsnúmer: 2006080033
Hugmyndir sem hafa borist fyrir Menningarhátíð voru ræddar .
Styrkbeiðni barst frá Bjarna Degi Jónssyni til að endurvekja Neskaffi jassklúbb á menningarhátíð. Formanni falið að ganga til samninga við Bjarna Dag.
Farið yfir drög að dagskrá.
3. Önnur mál:
Rætt var um ástand Félagsheimilis Seltjarnarness.
Eftirfarandi bókun var samþykkt samhljóða:
,,Menningarnefnd beinir þeim tilmælum til stjórnar Félagsheimilis Seltjarnarness að hún hlutist til um að húsnæði og tækjabúnaður félagsheimilisins verði endurnýjaður og komið í það horf að þar megi hýsa menningarviðburði.
Menningarnefnd hvetur bæjarstjórn til að beita sér í málinu svo endurbótum verði lokið fyrir komandi menningarhátíð.“
Fundi slitið kl. 19:00
Sólveig Pálsdóttir (sign)
Bjarki Harðarson (sign)
Bryndís Loftsdóttir (sign)
Valgeir Guðjónsson (sign)
Unnur Pálsdóttir (sign)