75. fundur menningarnefndar haldinn þriðjudaginn 3.október 2006 kl. 17:10-19:00 á bæjarskrifstofunum Austurströnd 2.
Fundarstjóri: Sólveig Pálsdóttir formaður
Fundarritari: Pálína Magnúsdóttir
Mættir: Sólveig Pálsdóttir, Bjarki Harðarson, Bryndís Loftsdóttir, Valgeir Guðjónsson, Unnur Pálsdóttir og Óskar Sandholt.
- Styrkbeiðni frá Leiklistarfélagi Seltjarnarness
Málsnúmer: 2006090037
Sótt um 1.000.000 kr styrk til að standa straum af rekstri félagsins. Leiklistarfélagið fékk 200.000 króna styrk frá menningarnefnd í mars s.l. Ákveðið að veita þeim kr. 200.000
- Styrkbeiðni frá Stjörnuskoðunarfélagi Seljarnarness
Málsnúmer 2006090048
Erindinu vísað til Umhverfisnefndar
- Styrkbeiðni frá Ultra Mega Technobandinu Stefáni
Málsnúmer 2006100006
Ákveðið að veita þeim 100.000 krónur
- Menningarstefna Seltjarnarnesbæjar
Málsnúmer 2006030018
Lögð fram verkáætlun fyrir menningarmót og rætt um tilhögun þess.
Lagt er til að það verði haldið í Bókasafni Seltjarnarness þann 11. nóvember kl. 11-13 og verði með svipuðu sniði og skólaþing.
- Menningarhátíð 2007
Málsnúmer 2006080033
Rætt um menningarhátíð 2007 og hugmyndir að dagskrá ræddar.
Fundi slitið kl. 19:00
Sólveig Pálsdóttir (sign)
Bjarki Harðarson (sign)
Bryndís Loftsdóttir (sign)
Valgeir Guðjónsson (sign)
Unnur Pálsdóttir (sign)