74. fundur menningarnefndar þriðjudaginn haldinn 5.september 2006 kr. 17:10-19:00 á bæjarskrifstofunum Austurströnd 2.
Fundarstjóri: Sólveig Pálsdóttir formaður
Fundarritari: Pálína Magnúsdóttir
Mættir: Sólveig Pálsdóttir, Bjarki Harðarson, Bryndís Loftsdóttir, Valgeir Guðjónsson og Unnur Pálsdóttir.
Dagskrá:
1. Gagarín margmiðlunarverkefnið
Óskar Sandholt verkefnisstjóri kynnir verkefnið
2. Menningarstefna Seltjarnarnesbæjar
Fyrstu drög að vinnuáætlun
Málsnúmer 2006030018
3. Menningarhátíð 2007
Fyrsta umræða
Málsnúmer 2006080033
4. Eiland – Grótta
Málsnúmer 2006040037
Gagarín margmiðlunarverkefnið
Óskar Sandholt verkefnisstjóri kynnir verkefnið
Óskar kynnti samantekt heildarhugmyndar og útfærslur að margmiðlunarkynningu um náttúru, útivist og menningu á Seltjarnarnesi sem unnið er af Gagarín ehf.
Sólveig Pálsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
,,Verkefnið snýst um upplýsinga- og fróðleiksveitu þar sem möguleikar margmiðlunartækninnar eru nýttir á notendavænan og lifandi hátt. Ætlunin er að koma upp tölvustöndum (kíoskum) á fjölförnum útivistarstöðum bæjarins t.d. á miðbæjarsvæði og/ eða við mannvirki hitaveitunnar á Norðurströnd sem m.a. mun miðla fróðleik um náttúru, útivist, menningu og minjar á Seltjarnarnesi. Þar yrði einnig að finna upplýsingar um þjónustu bæjarins sem og rauntímaupplýsingar um viðburði sem ,,Rafrænt Seltjarnarnes” gerir mögulegt. Tækni þessi býður upp á ótal möguleika, er auðveld í notkun og aðgengileg. Fræðslu og upplýsingagildi slíkra tölvustanda er einnig líklegt til að nýtast ekki aðeins gestum og gangandi heldur einnig til kennslu barna og ungmenna.
Menningarnefnd mælist eindregið til þess að farið verði í samstarf við margmiðlunarfyrirtækið Gagarín um fyrrgreint verkefni á forsendum fyrirliggjandi verkefnislýsinga. Enn fremur mælist nefndin til þess að margmiðlunarefnið verði aðgengilegt á heimasíðu Seltjarnarnesbæjar.”
Samþykkt samhljóða
2) Menningarstefna Seltjarnarnesbæjar
Fyrstu drög að vinnuáætlun
Málsnúmer 2006030018
Lögð voru fram fyrstu drög að vinnuáætlun fyrir gerð menningarstefnu fyrir Seltjarnarnesbæ. Rætt var um leiðir til að vinna slíka stefnu og velt upp ýmsum hugmyndum.
Ákveðið var að halda íbúaþing um menningastefnu fyrir miðjan nóvember.
3) Menningarhátíð 2007
Fyrsta umræða
Málsnúmer 2006080033
Rætt um fyrirhugaða menningarhátíð 2007. Formaður kallaði eftir hugmyndum varðandi hátíðina og ræddi fyrirkomulag. Valgeiri og Bjarka var falið að koma með tillögur fyrir næsta fund.
4) Eiland – Grótta
Málsnúmer 2006040037
Menningarnefnd lýsir ánægju sinni með sýninguna Eiland – 5 listamenn í Gróttu. Samkvæmt talningu af vefmyndavél sem staðsett var í fræðasetrinu og tók myndir af gönguleiðinni á milli Snoppu og Gróttu reiknast að gestir hafi verið rúmlega 8000. Umfjöllun um sýninguna var bæði mikil og jákvæð. Kaffihús sem starfrækt var í Fræðasetri á meðan að á sýningu stóð var mjög vel sótt. Menningarnefnd vill koma á framfæri þökkum til þeirra starfsmanna bæjarins sem komu að verkefninu fyrir einstakt framlag þeirra.
Fundi slitið kl. 19:10
Sólveig Pálsdóttir (sign)
Bjarki Harðarson (sign)
Bryndís Loftsdóttir (sign)
Valgeir Guðjónsson (sign)
Unnur Pálsdóttir (sign)