73. fundur menningarnefndar þriðjudaginn 4. júlí 2006 kl. 17:10-18:00 á bæjarskrifstofunum Austurströnd 2.
Fundarstjóri: Sólveig Pálsdóttir formaður
Fundarritari: Pálína Magnúsdóttir
Mættir: Sólveig Pálsdóttir, Bjarki Harðarson, Bryndís Loftsdóttir, Valgeir Guðjónsson. Unnur Pálsdóttir boðaði forföll en enginn varamaður mætti í hennar stað.
Dagskrá:
- Umsókn um styrk úr Menningarsjóði Seltjarnarness
Málsnúmer 2006060044
Vísað til menningarnefndar frá ÆSÍS.
- Erindisbréf menningarnefndar
- Menningarstefna Seltjarnarnesbæjar
Málsnúmer 200030018
- Fundarskipulag
Í upphafi fundar bauð formaður menningarnefndar nefndarmenn og ritara velkomin til starfa.
Þá sýndi hún nefndarmönnum bæjarstjórnarskrifstofurnar og sagði frá helstu atriðum stjórnsýslunnar. Einnig fór hún yfir skyldur nefndarmanna í sveitastjórnum og kynnti þeim hefðbundinn gang mála í kerfinu. Auk þess að rekja sérstaklega nokkur atriði er snúa einvörðungu að menningarnefnd.
Formaður tilnefndi síðan Bjarka Harðarson varaformann nefndarinnar og var það einróma samþykkt.
Nefndin réði Pálínu Magnúsdóttur bæjarbókavörð sem sérstakan fundarritara, samkvæmt 49. grein samþykktar um stjórn og fundarsköp Seltjarnarnesbæjar.
Var síðan gengið til dagskrár.
- Umsókn um styrk úr Menningarsjóði Seltjarnarness
Málsnúmer 2006060044
Vísað til menningarnefndar frá ÆSÍS.
Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir sækir um styrk til að standa straum að kostnaði við tónlistarnámskeið í Voels am Schlern.
Samþykkt að veita henni 50.000 krónur í styrk.
- Erindisbréf menningarnefndar
Erindisbréf menningarnefndar lagt fram til kynningar.
- Menningarstefna Seltjarnarnesbæjar
Málsnúmer 200030018
Formaður biður Bryndísi Loftsdóttur að vinna með sér verkáætlun sem lögð verður fyrir menningarnefnd á næsta fundi nefndarinnar til kynningar og athugasemda. Samþykkt.
- Fundarskipulag
Málsnúmer 2006010017
Endurskoðað fundarskipulag lagt fyrir og samþykkt.
Að lokum sagði formaður frá mjög velheppnaðri Jónsmessugöngu.
Fundi slitið kl. 18:10
Sólveig Pálsdóttir (sign)
Bjarki Harðarson (sign)
Bryndís Loftsdóttir (sign)
Valgeir Guðjónsson (sign)