72. fundur menningarnefndar þriðjudaginn 16. maí 2006 kl. 17:10-19:00 á bæjarskrifstofunum Austurströnd 2.
Fundarstjóri: Sólveig Pálsdóttir formaður
Fundarritari: Pálína Magnúsdóttir
Fundarmenn: Sólveig Pálsdóttir, Bjarki Harðarson, Bjarni Dagur Jónsson, Arnþór Helgason og Jakob Þór Einarsson.
Dagskrá:
- Jónsmessuganga.
Fjallað var um Jónsmessugöngu og drög að dagskrá kynnt.
- Viðurkenning menningarnefndar til nemenda í Valhúsaskóla.
Ákvörðun tekin um tilnefningu.
- Menningarstefna.
Samþykkt var að vísa undirbúningi að menningarstefnu til næstu menningarnefndar.
- Eiland
Formaður menningarnefndar skýrði frá því að Hrafnhildi Sigurðardóttur hafi verið falin umsjón með verkefninu frá bæjarins hálfu. Þá skýrði formaður frá stöðu verkefnisins.
- Önnur mál
a) Pálína sagði frá hvað er á döfinni á Bókasafni Seltjarnarness og hvað er framundan í starfi safnsins.
b) Bókun frá Bjarna Degi Jónssyni:
,,Vakin er athygli bæjarstjórnar á því að ekki er að finna vefmyndavél á Seltjarnarnesi á internetinu. Vagna þess hversu vel er staðið að heimsíðu bæjarins væri vel til fundið að bærinn kæmi slíkri vél upp t.d. efst í Gróttuvita og beina þá myndavélinni yfir bæinn til suður, eða jafnvel mastrinu á golfvellinum. Gaman væri að hafa jafnvel tvær myndavélar. Myndirnar gæfu góða yfirsýn yfir bæinn og veðurfar hverju sinni.”
c) Formaður þakkaði nefndarmönnum og ritara einstaklega gott samstarf á kjörtímabilinu.
Fundi slitið kl. 19:00
Sólveig Pálsdóttir (sign)
Bjarki Harðarson (sign)
Bjarni Dagur Jónsson (sign)
Arnþór Helgason (sign)
Jakob Þór Einarsson (sign)