71. fundur menningarnefndar haldinn föstudaginn 21. apríl 2006 kl. 17:30-19:00 í fræðasetrinu í Gróttu.
Fundarstjóri: Sólveig Pálsdóttir formaður
Fundarritari: Pálína Magnúsdóttir
Fundarmenn: Sólveig Pálsdóttir, Bjarki Harðarson, Bjarni Dagur Jónsson, Jakob Þór Einarsson og Sonja Jónsdóttir. Arnþór Helgason boðaði forföll.
Dagskrá:
- Eiland, fríríkið Grótta
Málsnúmar: 200640037
Gestir fundarins voru Friðrik Örn og Ásdís Sif Gunnarsdóttir sem kynntu hugmyndina Eiland, fríríkið Grótta1 fyrir nefndarmönnum. Að lokinni klukkustundar langri kynningu véku þau Friðrik og Ásdís af fundi. Menningarnefnd samþykkti eftirfarandi bókun:
,,Menningarnefnd Seltjarnarness mælir eindregið með því að Seltjarnarnesbær gefi leyfi til og styðji við fyrirhugaða sýningu í Gróttu sem eftirtaldir listamenn standa fyrir: Friðrik Örn, Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Ragnar Kjartansson, Hrafnkell Sigurðsson og Haraldur Jónsson. Menningarnefnd telur hugmyndina frumlega, skemmtilega og hafa ótvírætt menningarlegt gildi fyrir bæinn. Þeir listamenn sem að sýningunni standa eru allir vel þekktir og verk þeirra vekja ætíð athygli. Þá álítur menningarnefnd að umrædd sýning, sem áætlað er að standi yfir í allt að tvo mánuði, muni vekja þjóðarathygli. Ávinningur Seltjarnarnesbæjar ætti því að vera ótvíræður en kostnaður óverulegur.”
Fundi slitið kl. 19:00
Sólveig Pálsdóttir (sign)
Bjarki Harðarson (sign)
Bjarni Dagur Jónsson (sign)
Jakob Þór Einarsson (sign)
Sonja B. Jónsdóttir (sign)
1 Eiland er ekki misritun