69. fundur menningarnefndar boðaður fimmtudaginn 23. febrúar 2006 kl. 17:10-19:00 á bæjarskrifstofunum Austurströnd 2.
Fundarstjóri: Sólveig Pálsdóttir formaður
Fundarritari: Pálína Magnúsdóttir
Fundarboð: Sólveig Pálsdóttir, Bjarki Harðarson, Bjarni Dagur Jónsson, Arnþór Helgason og Jakob Þór Einarsson, Sonja B. Jónsdóttir (varamaður)
Dagskrá:
1. Kaup á málverki eftir Gunnlaug Scheving Málsnúmer: 2005100058
2. Styrkbeiðni frá Selkór Málsnúmer: 2006020024
3. Sérútgáfa á ritinu „Ísland í dag“ Málsnúmer: 2006020025
4. Fundadagatal Málsnúmer: 2006010017
5. Náttúrugripasafn Málsnúmer: 2006020027
6. Skýrsla bæjarlistamanns 2005 Málsnúmer: 2004100038
7. Skýrsla menningarnefndar 2005 Málsnúmer:
1. Kaup á málverki eftir Gunnlaug Scheving
Málsnúmer: 2005100058
Bænum hefur verið boðið tð kaupa málverk eftir Gunnlaug Scheving, þar sem náttúran á Seltjarnarnesi er myndefnið. Málverkið hefur verið skoðað og metið af þremur sérfræðingum fyrir menningarnefnd og mæla þeir með kaupunum. Samþykkt að gera tilboð í myndina og formanni falið að ganga frá málinu.
2. Styrkbeiðni frá Selkór
Málsnúmer: 2006020024
Borist hefur beiðni um styrk frá Selkórnum.
Ákveðið að styrkja kórinn um 300.000.
Menningarnefnd fagnar hinu gróskumikla starfi Selkórsins að undanförnu enda er kórinn orðinn ein af meginstoðum menningarlífs á Seltjarnarnesi.
3. Sérútgáfa á ritinu ,,Ísland í dag”
Málsnúmer: 2006020025
Menningarnefnd leggur til að erindinu verði hafnað en bendir á Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, hafi menn áhuga á frekari vinnslu þessa máls.
4. Fundadagatal
Málsnúmer: 2006010017
Lagt fram fundadagatal fyrir árið 2006. Samþykkt.
5. Framtíð Náttúrugripasafns
Málsnúmer: 2006020027
Rætt um Náttúrugripasafn og framtíð þess.
Menningarnefnd leggur til að Náttúrugripasafnið fái fastan samastað í fjölnotasal bókasafnsins. Bókasafn Seltjarnarness fái það rými sem nú stendur autt á þriðju hæð hússins. Það verði nýtt fyrir fjölnotasal, lesstofur og vinnurými bókasafnsfræðinga.
6. Skýrsla bæjarlistamanns 2005
Málsnúmer: 2004100038
Lögð fram skýrsla bæjarlistamanns 2005.
Menningarnefnd þakkar Auði Hafsteinsdóttur bæjarlistarmanni 2005 einstaklega vel unnin störf í þágu bæjarins.
7. Skýrsla menningarnefndar 2005
Málsnúmer:
Lögð fram skýrsla menningarnefndar 2005.
Samþykkt.
8. Önnur mál
a) Á fundi menningarefndar 24.02.2004 kynnti margmiðlunarfyrirtækið Gagarín hugmyndir um gagnvirka upplýsingaveitu á tölvuskjám sem innihéldu m.a upplýsingar um náttúru, menningu og minjar á Seltjarnarnesi. Sólveig sagði Gagarínmenn hafa unnið áfram með þessar hugmyndir og kynnti þær í grófum dráttum.
Arnþór Helgason benti á að snertiskjáir takmörkuðu eða hindruðu eðlilegt aðgengi nokkurs hluta bæjarbúa að upplýsingum.
b) Í framhaldi af umræðu um aðgengi, vakti Sonja B. Jónsdóttir athygli á bæta þyrfti aðgengi fyrir hreyfihamlaða að listaverkinu Kviku.
Fundi slitið 19:10
Sólveig Pálsdóttir (sign)
Bjarki Harðarson (sign)
Bjarni Dagur Jónsson (sign)
Arnþór Helgason (sign)
Sonja B. Jónsdóttir (sign)