Fara í efni

Menningarnefnd

67. fundur 27. október 2005

67. fundur menningarnefndar haldinn fimmtudaginn 27. október 2005 kl. 17:10-19:00 á bæjarskrifstofunum Austurströnd 2.

Fundarstjóri: Sólveig Pálsdóttir formaður

Fundarritari: Pálína Magnúsdóttir

Fundarmenn: Sólveig Pálsdóttir, Bjarki Harðarson, Bjarni Dagur Jónsson, Arnþór Helgason og Jakob Þór Einarsson.

Dagskrá:

1.       Tillaga fromanns um viðbót við Reglur um bæjarlistamann.

2.       Tillaga formanns um viðurkenningu til nemanda/nemenda í Grunnskóla Seltjarnarness við útskrift úr 10. bekk

3.       Skýrsla um Menningarhátíð 2005

4.       Önnur mál

 

1.       Tillaga formanns um viðbót við Reglur um bæjarlistamann.  Við 5. grein bætist eftirfarandi: ,,Í lok árs skal bæjarlistamaður gera menningarnefnd stuttlega grein fyrir því á hvern hátt Seltirningar hafa notið listar hans á því ári sem er að líða.”

Samþykkt samhljóða

2.       Tillaga formanns um viðurkenningu til nemanda/nemenda í Grunnskóla Seltjarnarness við útskrift úr 10.bekk.

Greinargerð:  Sá siður hefur tíðkast lengi að nemendum er ljúka 10.bekk sé veitt viðurkenning fyrir góða frammistöðu. Þannig veitir Soroptimistaklúbbur Seltjarnarness viðurkenningu fyrir góðan árangur í ensku, Rótarýklúbbur Seltjarnarness viðurkenningu fyrir prúða framkomu og góðan námsárangur, danska sendiráðið fyrir dönsku, Kiwanis fyrir bestan árangur í íslensku og góða ástundun og framfarir,
Umhverfisnefnd fyrir árangur og ástundun í náttúrufræði svo einhver dæmi séu tekin en nokkur fjöldi viðurkenninga er veittur.

Hugmynd formanns menningarnefndar er sú að veita viðurkenningu við útskrift fyrir listiðkun og/eða aðra menningartengda starfssemi.  Þannig gæti einstaklingur eða hópur sem með list sinni hefur auðgað skólasamfélagið á einn eða annan hátt hlotið viðurkenninguna en einnig gæti verið um að ræða einstakling eða hóp sem vinnur markvisst að list sinni utan skólans. Viðurkenningin er bæði hugsuð sem hvatning fyrir þann eða þá sem í hlut eiga en einnig sem hvati  fyrir enn öflugra menningarstarf í  Grunnskóla Seltjarnarness.   

Við valið yrði leitað álits á meðal starfsfólks og nemenda skólans, starfsfólks Tónlistarskólans og starfsmanna Selsins.

Samþykkt samhljóða

3.       Formaður er nú að vinna að skýrslu um menningarhátíð 2005. Tilgangur skýrslugerðarinnar er að auðvelda komandi menningarnefnd að standa að sambærilegri hátíð ef til þess verður vilji.  Því biður formaður fulltrúa menningarnefndar um að koma með álit og ábendingar  svo skýrslan geti orðið til þess að auðvelda framkvæmd hátíðarinnar í framtíðinni.

4.       Önnur mál
a) Fjárhagsáætlun 2005 fyrir menningarmál lögð fram til kynningar.

b) Bæjarlistamaður 2006. Auglýst verður eftir bæjarlistamanni á næstunni og á að skila umsóknum fyrir 25. nóvember næst komandi.

Fundi slitið kl 18:40

Sólveig Pálsdóttir (sign)
Bjarki Harðarson (sign)
Bjarni Dagur Jónsson (sign)

Arnþór Helgason (sign)

Jakob Þór Einarsson (sign

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?