66. fundur menningarnefndar haldinn þriðjudaginn 13. septeber 2005 kl. 17:10-19:00 á bæjarskrifstofum að Austurströnd 2
Fundarmenn: Sólveig Pálsdóttir, Bjarki Harðarson, Bjarni Dagur Jónsson, Jakob Þór Einarsson, Sonja B. Jónsdóttir. Arnþór Helgason boðaði forföll
Fundarstjóri: Sólveig Pálsdóttir formaður
Fundarritari: Pálína Magnúsdóttir
Dagskrá:
1. Fjölskyldustefna Seltjarnarness
Óskað er umsagnar nefndarinnar um Fjölskyldustefnu Seltjarnarness
Umsögn menningarnefndar:
a) Menningarnefnd tekur undir þau orð sem sem fram koma í Fjölskyldustefnu Seltjarnarness að ,,Fjölbreytni bókasafns bæjarins [mætti] auka enn frekar m. a. með því að koma þar fyrir náttúrugripasafni sem varðveitt hefur verið í Valhúsaskóla” með því t.d. að kanna nýtingu á 3. hæð á Eiðistorgi 11.
Menningarnefnd vill þó benda á að nú þegar hefur hluti Náttúrugripasafnsins verið fluttur í þar til gerðan skáp við annan inngang safnsins
b) Það vekur athygli menningarnefndar að í Fjölskyldustefnu er gert ráð fyrir menningardögum árlega. Menningarnefnd fagnar þeirri hugmynd, en vekur jafnframt athygli á að til að halda megi hátíðina árlega í stað annars hvers árs, þarf talsvert aukið fjármagn að koma til
c) Menningarnefnd vill ennfremur vekja athygli á að Leiklistarfélag Seltjarnarness er ekki á föstum styrk frá menningarnefnd, en hefur sótt um styrki til nefndarinnar líkt og ýmis önnur félög og einstaklingar.
2. Vinabæjarmót
Fyrirkomulag, drög að skipulagi, hugmyndir að þema
Rætt var um vinabæjarmót sem fyrirhugað er að halda á Seltjarnarnesi í júní næstkomandi. Vinabæjarmál heyra nú undir menningarnefnd og voru hugmyndir að fyrirkomulagi og þema ræddar.
3. Myndlykill
Tillaga að gjöf til Valhúsaskóla
Tillaga um að gefa Valhúsaskóla 30 eintök af Myndlykli til nota í kennslu. Samþykkt samhljóða.
4. Drög að aðalskipulagi
Óskað er umsagnar nefndarinnar
Umsögn menningarnefndar:
Menningarnefnd vekur athygli á að í Drögum að aðalskipulagi Seltjarnarness er ekki gert ráð fyrir göngustíg meðfram allri strandlengju Seltjarnarness.
Fundi slitið kl. 18:45
Sólveig Pálsdóttir (sign)
Bjarki Harðarson (sign)
Bjarni Dagur Jónsson (sign)
Jakob Þór Einarsson (sign)
Sonja B. Jónsdóttir (sign)