52 (18) fundur menningarnefndar Seltjarnarness 15. jan. 2004 kl. 17:10-18:20 að Austurströnd 2.
Dagskrá:
1. Stutt yfirlit frá formanni
2. Útilistaverk.
3. Náttúrugripasafn
4. Snorraverkefnið - styrkbeiðni
4. Önnur mál
Fundarstjóri: Sólveig Pálsdóttir formaður
Fundarritari: Pálína Magnúsdóttir
Fundarmenn: Sólveig Pálsdóttir, Bjarki Harðarson, Bjarni Dagur Jónsson, Arnþór Helgason, Sonja B. Jónsdóttir. Jakob Þór Einarsson boðið forföll. Pálína Magnúsdóttir bæjarbókavörður ritaði fundargerð
1. Stutt yfirlit frá formanni
a) Ragna Ingimundardóttir færði bókasafninu tvo stóra leirvasa að gjöf í desember. Pálínu falið að rita henni þakkarbréf.
b) Formaður hefur verið á yfirreið um bæinn ásamt Ásdísi Ólafsdóttur listfræðing til að yfirfara og skoða listaverk bæjarins. Það kom m.a. fram að það fundust 14 óskráð verk í eigu bæjarins.
Rætt var um að gefa út í einu hefti pistla Ásdísar "Listaverk mánaðarins". Í heftinu verður umfjöllun Ásdísar um 23-24 verk ásamt skrá yfir öll önnur listaverk í eigu bæjarins.
Einnig var rætt um yfirlitssýningu á völdum verkefnum í eigu bæjarins.
2. Útilistaverk
Rætt um kaup á útilistaverki sem fundinn verði staður meðfram strandlengjunni norðanmegin. Nefndin ætlar að heimsækja nokkra valda listamenn á vinnustofur þeirra.
3. Náttúrugripasafn
Pálína sagði frá gangi mála
4. Snorraverkefnið - styrkbeiðni
Beiðninni vísað til Fjárhags- og launanefndar, enda telur nefndin ekki málið heyra undir sitt svið. Nefndin hvetur til að fjárhags- og launanefnd taki jákvætt í erindið.
5. Önnur mál
a) Pálína sagði frá fyrirhugaðri sýningu 6.febrúar n.k. í bókasafninu.
b) Í tilefni af 30 ára kaupstaðarafmæli Seltjarnarnessbæjar reifaði Arnþór hugmynd um að haldin yrði e.k. tónlistarhátíð tónlistarfólks sem búsett eru á Seltjarnarnesi. Tónlistarhátíð Seltirninga sem flyttu verk eftir Seltirninga.
Fundi slitið kl. 18:20
Sólveig Pálsdóttir (sign)
Bjarki Harðarson (sign)
Bjarni Dagur Jónsson (sign)
Arnþór Helgason (sign)
Sonja B. Jónsdóttir (sign)