65. fundur menningarnefndar haldinn þriðjudaginn 26. apríl 2005 kl. 16:45-19:00 á bæjarskrifstofum að Austurströnd 2
Fundarstjóri: Sólveig Pálsdóttir formaður
Fundarritari: Pálína Magnúsdóttir
Fundarmenn: Sólveig Pálsdóttir, Bjarki Harðarson, Arnþór Helgason og Jakob Þór Einarsson. Bjarni Dagur Jónsson boðaði forföll.
Dagskrá:
1. Menningarhátíð 2005
Málsnúmer 2005020002
2. Tillaga formanns um kaup á vatnslitamyndinni ,,Seltjörn" eftir Nikulás Sigfússon á kr. 30.000
Samráðsfundur með þeim aðilum sem að hátíðinni koma.
1. Menningarhátíð 2005
Málsnúmer 2005020002
Formaður fór yfir dagskrá menningarhátíðar.
Á föstudegi verða opnaðar sýningar á verkum leikskólabarna á bókasafni. Einnig verður opnuð sýning Rúnu Gísladóttur á handgerðum brúðum í safninu. Afhending fyrsta listaverkaheftis í tilefni af útgáfu þess. Tónlistarmaraþon verður á vegum Auðar Hafsteinsdóttur verður í Mýrarhúsaskóla, en þar verður opið hús í tilefni af 130 ára afmæli skólans.
Um kvöldið verður leiksýning í Félagsheimili á Blessuðu barnaláni eftir Kjartan Ragnarsson.
Á laugardag er boðið upp á morgunkaffi og með því fyrir borgarana á Eiðistorgi. Fram koma: Jazzband á vegum Tónlistarskólans. Dans eldri borgara á Eiðistorgi. Selkórinn flytur nokkur lög. Danspar frá Danssmiðjunni kemur og sýnir dans. Ballettatriði frá Danskóla Guðbjargar Björgvinsdóttur.
Opið hús verður í Selinu síðar um daginn, alls kyns uppákomur úti og inni. Myndbandasýningar, tískusýningar, leikrit o.fl.
Hjólabrettapallur vígður, hjólabrettakrakkar leika listir sínar.
Útitónleikar unglingahljómsveita á bílastæðinu við sundlaug í tjaldi.
Kaffihúsastemming í Félagsheimili með tónlistarfólki.
Opið hús í ballettskóla Guðbjargar Björgvinsdóttur og opnar vinnustofur listamanna yfir daginn.
Á sunnudegi er messa í Seltjarnarneskirkju með tónlistaratriðum.
Myndlistarnámskeið fyrir eldri borgara í umsjón Nikuláss Sigfússonar. Opnar vinnustofur myndlistarmanna.
Útilistaverk eftir Ólöfu Nordal við Kisuklappir vígt kl 20 og menningarhátíð slitið.
Lögð var fram fjárhagsáætlun v/Menningingarhátíðar.
Teknar fyrir tillögur Bjarna Dags Jónssonar um ,,Kaffihúsastemmingu á laugardagskvöldi” að honum fjarverandi að hans ósk, en hann boðaði forföll á síðustu stundu. Málinu frestað vegna ónógra upplýsinga.
Kl 17:30 voru boðaðir þeir aðilar sem að hátíðinni koma:
Linda Þorláksdóttir f. Selið
Jón Karl Einarsson f. Selkórinn – boðaði forföll
Ólína Thoroddsen f. Mýrarhúsaskóla – boðaði forföll
Soffía Guðmundsdóttir f. Sólbrekku – boðaði forföll
Dagrún Ársælsdóttir f. Mánabrekku
Helga Kristín Gunnarsdóttir f. Valhúsaskóla
Fulltrúar frá Seltjarnarneskirkju – enginn mættur
Auður Hafsteinsdóttir – mætti ekki
Guðbjörg Björgvinsdóttir – boðaði forföll en sendi staðgengil sinn
Ólöf Nordal
Gylfi Gunnarsson f. Tónlistarskólann
Kári Einarsson f. Lúðrasveitina – boðaði forföll
Jóhanna f. Leiklistarfélagið – mætti ekki
Monica Abendroth – mætti ekki
Jónína Þóra Einarsdóttir f. eldri borgara – ekki mætt
Steinunn Hannesdóttir – boðaði forföll
Rúna Gísladóttir – mætti ekki
Sjöfn Þórðardóttir
Danssmiðjan – mætti ekki
Formaður fór yfir dagskrána með þeim sem voru mættir.
Tillaga frá Dagrúnu um að leigja hoppukastala fyrir yngstu börnin á laugardegi á sundlaugarsvæðið. Ákveðið að gera það.
Ballettskóli bauð fram ballettsýningu á torginu um morguninn á laugardegi. Dagrún stakk upp á að bæjarbúar yrðu hvattir til að flagga. Hún sagði frá hugmynd frá Hellissandi um að íbúar skreyttu götur sínar. Bæjarbúar verða hvattir til að vera með götugrill. Einnig kom sú tillaga að vera með allsherjargrill í skrúðgarðinum við Bakkavör. Sjöfn kom með hugmynd um að mynda stemmingu t.d. með því að reisa tjöld í kringum grillveislur. Merkja vel öll hús sem eru með opið hús t.d. með sérmerktum blöðrum. Hugmynd kom fram um að láta prenta sérstaklega fána eða blöðrur með merki menningarhátíðar. ,,Gangið ekki framhjá þegar þið gangið framhjá” – tillaga frá Bjarka.
Formaður saknar bókmennta og upplestrar á dagskrá hátíðarinnar.
Sjöfn Þórðardóttir hefur tekið að sér verkefnisstjórn menningarhátíðar.
Að því loknu viku þeir sem boðaðir voru aukalega, af fundi og menningarnefnd tók fyrir annað mál á dagskrá.
2. Tillaga formanns um kaup á vatnslitamyndinni ,,Seltjörn" eftir Nikulás Sigfússon á kr. 30.000
Formaður leggur til að keypt verði vatnslitamyndin “Seltjörn” af Nikulási Sigrússyni. Nikulás var nýverið með sýningu á verkum sínum í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Samþykkt.
Sólveig Pálsdóttir (sign)
Bjarki Harðarson (sign)
Arnþór Helgason (sign)
Jakob Þór Einarsson (sign)