Fara í efni

Menningarnefnd

62. fundur 15. febrúar 2005

62. fundur menningarnefndar haldinn þriðjudaginn 15. febrúar 2005 kl. 17:10-19:00 á bæjarskrifstofum

Fundarstjóri: Sólveig Pálsdóttir formaður

Fundarritari: Pálína Magnúsdóttir

Fundarmenn: Sólveig Pálsdóttir, Bjarki Harðarson, Auður Hafsteinsdóttir og Sonja B. Jónsdóttir. Arnþór Helgason. Jakob Þór Einarsson og Bjarni Dagur Jónsson boðuðu forföll.

Dagskrá:

 

1. Menningarhátíð á Seltjarnarnesi 2005

        Málsnúmer 2005020002

2. Swanhildur og aldan

3. Beiðni um fjárframlag v/starfsemi Selkórsins á Seltjarnarnesi

        Málsnúmer 2005020023

4. Beiðni um styrk v/vorsýningar Ballettskóla Guðbjargar

        Málsnúmer 2005020020

5. Einkaleyfi á nafninu "Bjartar sumarnætur"

          Málsnúmer 2005020001

 

1. Menningarhátíð á Seltjarnarnesi 2005
            Málsnúmer 200502002
Á fundinn voru boðaðir fulltrúar stofnana og félagasamtaka í bænum.
Rætt var um komandi menningarhátíð 10., 11. og 12. júní og hún kynnt fyrir þeim. Menningarnefnd óskar eftir skriflegum hugmyndum að atriðum fyrir 20. mars. Margar hugmyndir komu fram á fundinum sem verður unnið áfram með. Sköpuðust líflegar og fjörugar umræður.  Nokkuð var rætt um tímasetningu hátíðarinnar. Ákveðið að athuga möguleikana á að halda hátíðina viku fyrr.

Mætt voru Hanna Dóra Birgisdóttir fyrir Valhúsaskóla

Jóhanna Ástvaldsdóttir fyrir Leiklistarfélag Seltjarnarness

Guðbjörg Björgvinsdóttir fyrir Ballettskóla Guðbjargar

Viera Manasek fyrir Seltjarnarneskirkju

Ólafur Egilsson fyrir Seltjarnarneskirkju

Linda Sif Þorláksdóttir fyrir Selið

Kári H. Einarsson fyrir Tónlistarskólann

Ólína Thoroddsen fyrir Mýrarhúsaskóla / Selkórinn

Jón Karl Einarsson fyrir Selkórinn

Pálína Magnúsdóttir fyrir Bókasafnið

 

Því næst viku fulltrúar stofnana og félagasamtaka af fundi.

Einnig vék Auður Hafsteinsdóttir af fundi.

 

2. Swanhildur og Aldan
Óformleg ósk Swanhildar um kaup menningarnefndar á skúlptúrnum Aldan rædd. Ekki er grundvöllur fyrir kaupum að sinni.

 

3. Beiðni um fjárframlag v/starfsemi Selkórsins á Seltjarnarnesi

Málsnúmer 2005020023.

Selkórinn óskar eftir 200.000 styrk til vegna starfs Selkórsins.
Beiðninni vísað til Fjárhags- og launanefndar.

 

4. Beiðni um styrk v/vorsýningar Ballettskóla Guðbjargar

          Málsnúmer 2005020020.
Sótt um styrk vegna vorsýningar.

Beiðninni vísað til ÆSÍS.

 

5. Einkaleyfi á nafninu "Bjartar sumarnætur"

            Málsnúmer 2005020001.

Erindi frá Guðnýju Guðmundsdóttur  þar sem hún bendir nefndinni góðfúslega á að Tríó Reykjavíkur hefur skrásett einkaleyfi á nafninu “Bjartar sumarnætur”.

Nefndin tekur fullt tillit til erindisins og mun komandi menningarhátíð verða nefnd Menningarhátíð Seltjarnarness.

 

 

Sólveig Pálsdóttir (sign)

Bjarki Harðardóttir (sign)

Sonja B. Jónsdóttir (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?