Fara í efni

Menningarnefnd

61. fundur 25. janúar 2005

61. fundur menningarnefndar haldinn miðvikudaginn 25. janúar 2005 kl. 17:10-19:00 í Bókasafni Seltjarnarness.

Fundarstjóri: Sólveig Pálsdóttir formaður

Fundarritari: Pálína Magnúsdóttir

Fundarmenn: Sólveig Pálsdóttir, Bjarki Harðarson, Sonja B. Jónsdóttir, Arnþór Helgason. Jakob Þór Einarsson boðaði forföll.

Dagskrá:

1.Yfirlit yfir stöðu mála sem eru í vinnslu.

2.Skipulag menningarhátíðar og hugmyndavinna.

3. Bókasafn Seltjarnarness: Tillaga bæjarbókavarða um breyttan afgreiðslutíma

Málsnr. 2005010027

4. Önnur mál

a) Tillaga bæjarbókavarðar um breyttan afgreiðslutíma

Málsnr. 2005010028

1. Yfirlit yfir stöðu mála sem eru í vinnslu.

a) Sólveig sagði frá fjölmiðlaumfjöllun í kjölfar tilnefningar bæjarlistamanns. Mjög góð umfjöllun hefur verið í fjölmiðlum um málið.

b) Gengið var frá samningi við Ólöfu Nordal um kaup á listaverki rétt fyrir áramót. Hafinn er undirbúningur að gerð verksins.

c) Ásdís Ólafsdóttir er að vinna að gerð listaverkaheftis. Athugað verður með styrktaraðila að útgáfunni. Stefnt er að útkomu heftisins á menningarhátíð.

2. Skipulag menningarhátíðar og hugmyndavinna

Rætt var um tímasetningu á menningarhátíð. Einnig rætt um verkefnisstjórnun.

Næsti fundur nefndarinnar verður almennur vinnufundur um menningarhátíðina. Á þann fund verða boðaðir fulltrúar stofnana og félagasamtaka sem láta sig varða menningu á Seltjarnarnesi.

3. Bókasafn Seltjarnarness: Tillaga bæjarbókavarða um breyttan afgreiðslutíma.

Málsnr. 2005010027

Bæjarbókavörður gerir það að tillögu sinni að breyta afgreiðslutíma safnsins. Í dag er afgreiðslutími safnsins eftirfarandi:

Mánudaga 12-22

Þriðjudaga-föstudaga 12-19

Laugardaga 11-14 (lokað maí-sept)

Við flutning safnsins á Eiðistorg hefur starfsumhverfi safnsins breyst töluvert. Mikil aukning hefur orðið á notkun safnsins og hefur starfsfólk orðið vart við aukinn áhuga á morgunopnun. Mikið er um að ellilífeyrisþegar sæki safnið til að lesa blöð og tímarit, hittast og spjalla og taka gögn að láni. Að sama skapi hefur mjög dregið úr aðsókn að safninu á mánudagskvöldum. Kemur þar margt til, m.a það að Hagkaup á neðri hæðinni lokar kl. 20 á kvöldin.

Bæjarbókavörður telur þó ekki ráðlegt að hafa safnið opið til kl 20, þar sem sá tími er mjög dýr launalega séð.

Því er lagt til að afgreiðslutími safnsins verði eftirfarandi:

Mánudaga- föstudaga 10-19

Laugardaga 11-14. (Lokað maí - ágúst)

Samþykkt samhljóða.

4. Önnur mál

a) Tillaga bæjarbókavarðar um breytta gjaldskrá

Málsnr. 2005010028

Bæjarbókavörður leggur til að skírteinisgjald í bókasafninu hækki úr 1000 krónum í 1200 á ári frá og með 1. febrúar n.k.

Árið 2000 var gerður samningur við Borgarbókasafn Reykjavíkur um að skírteini keypt í Bókasafni Seltjarnarness giltu þar og öfugt. Borgarbókasafn hækkaði gjaldskrá sín um síðustu áramót og telur bæjarbókavörður það nauðsynlegt að hækka gjaldskrá Bókasafns Seltjarnarness til samræmis við það.

Samþykkt samhljóða.

Sólveig Pálsdóttir (sign)

Bjarki Harðarson (sign)

Arnþór Helgason (sign)

Sonja B. Jónsdóttir (sign)



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?