Fara í efni

Menningarnefnd

163. fundur 04. desember 2024 kl. 17:00 - 18:58

163. fundur Menningarnefndar Seltjarnarnesbæjar haldinn í Gallerí Gróttu fundarsal á Bókasafni Seltjarnarness, þriðjudaginn 4. desember 2024 kl. 17:00

Mættir: Þórdís Sigurðardóttir formaður, Inga Þóra Pálsdóttir, Grétar Dór Sigurðsson, Bryndís Kristjánsdóttir og Stefán Árni Gylfason.

Fundargerð ritaði: María Björk Óskarsdóttir, sviðsstjóri Þjónustu- og samskiptasviðs.

Dagskrá:

1. 2024110145 – Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2025

Farið yfir innsendar umsóknir og tillögur að Bæjarlistamanni Seltjarnarness 2025 og hann einróma valinn.

Formaður menningarnefndar mun tilkynna viðkomandi um niðurstöðu nefndarinnar. Valið verður gert opinbert við hátíðlega athöfn á Bókasafni Seltjarnarness fljótlega á nýju ári en dagsetning verður valin í samráði við listamanninn. Sviðsstjóra er falið að undirbúa athöfnina.

2. 2024120050 – Trúarbrögðin útilistaverk

Lögð fram ábending frá Listasafni Reykjavíkur um ástand listaverksins Trúarbrögðin eftir Ásmund Sveinsson og sviðsstjóri upplýsti að mörg önnur útilistaverk, stöplar og merkingar hafa látið verulega á sjá og þarfnast lagfæringa.

Menningarnefnd ræddi mikilvægi þess að standa vörð um útilistaverk Seltjarnarnesbæjar og skorar á bæjarráð að tryggja fjármagn svo sinna megi brýnni forvörslu og lagfæringu á umræddu listaverki og öðrum útilistaverkum bæjarins eftir þörfum.

3. 2024060005 – Listaverk á hitaveituhúsi – framtíð
Sviðsstjóri fór yfir gögn og innsent erindi arkitektanna Helgu Bragadóttur og Ágústu Sveinbjörnsdóttur sem hönnuðu dæluhúsið yfir borholu SN-12.

Menningarnefnd felur sviðsstjóra að svara erindinu í samræmi við umræður fundarins.

4. 2024120053 – Náttúrugripasafn Seltjarnarness – framtíð

Sviðsstjóri upplýsti að Náttúrugripasafn Seltjarnarness sem var í Valhúsaskóla væri komið í geymslu og að ekki stæði til að setja það aftur upp í skólanum. Það þarf því að ákveða framtíð þess. Sviðsstjóri lagði enn fremur til að skoðað yrði að smíða annan sýningarskáp á bókasafninu fyrir hluta af gripunum og bæta þannig við Náttúrugripasafnið sem þar til sýnis. Til þess þarf þó fjármagn og mögulega aðstoð sérfræðinga við meðhöndlun náttúrugripanna.

Menningarnefnd tekur undir mikilvægi þess að varðveita Náttúrugripasafn bæjarins og líst vel á tillögu sviðsstjóra þannig að aðgengi að safninu verði bæjarbúum tryggt. Menningarnefnd felur sviðsstjóra að útfæra hugmyndina nánar og áætlaðan kostnað.

5. 2024030135 – Haust- og vetrardagskrá bókasafnsins
Sviðsstjóri sagði frá starfseminni safnsins og því helsta í viðburðardagskrá haustsins sem hefur verið fjölbreytt og gengið vel. Gestum safnsins fjölgar stöðugt og ánægjulegt að sjá hvað eldri borgarar og fjölskyldufólk njóta þess að dvelja á safninu. Vert að geta þess að bókasafnið var sérstakt athvarf margra fjölskyldna með leikskólabörn í verkfallinu sem nýlega stóð yfir.

Menningarnefnd þakkar fyrir metnaðarfulla og skemmtilega dagskrá bókasafnsins. Ánægjulegt hve bókasafnið er orðinn fastur liður í menningarlífi bæjarins.

6. 2024080154 – Fjárhagsáætlun 2025 - 05 menningarmál
Sviðsstjóri upplýsti um áherslur í fjárhagsáætlun næsta árs og hvernig reynt verður að mæta fyrirliggjandi hagræðingarkröfum bæjarstjórnar.

 

Fundi slitið: 18.58

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?