Fara í efni

Menningarnefnd

162. fundur 04. júní 2024

162. fundur Menningarnefndar Seltjarnarnesbæjar haldinn í Gallerí Gróttu fundarsal á Bókasafni Seltjarnarness, þriðjudaginn 4. júní 2024 kl. 16:00

Mættir: Inga Þóra Pálsdóttir varaformaður, Þröstur Þór Guðmundsson, Grétar Dór Sigurðsson, Bryndís Kristjánsdóttir og Stefán Árni Gylfason.

Fundargerð ritaði: María Björk Óskarsdóttir, sviðsstjóri Þjónustu- og samskiptasviðs.

Dagskrá:

1. 2023050233 – Seltjarnarnesbær 50 ára afmælishátíðin

María Björk sviðsstjóri upplýsti hvernig til tókst með opinberu heimsókn forsetahjónanna Hr. Guðna Th. Jóhannessonar og frú Elizu Reid í tilefni af 50 ára kaupstaðarafmæli Seltjarnarnesbæjar og með fjölsótta afmælishátíð á Eiðistorgi.

Menningarnefnd lýsir yfir ánægju sinni með 50 ára afmælishátíð Seltjarnarnesbæjar og þakkar starfsfólki, listafólki og öllum sem að hátíðinni stóðu. Jafnframt er forsetahjónunum og öðrum gestum þakkað fyrir þátttökuna á þessum tímamótum.

2. 2024030142 – 17. júní 2024

Sviðsstjóri kynnti fyrirhugaða dagskrá á vegum Seltjarnarnesbæjar á 17. júní en gert er ráð fyrir því að hátíðarhöldin fari fram með hefðbundnum hætti á Seltjarnarnesi með skrúðgöngu og dagskrá í Bakkagarði. Sagði enn fremur frá þátttöku okkar í tengslum við 80 ára afmæli íslenska lýðveldisins en forsætisráðuneytið óskaði eftir sérstöku samstarfi við sveitarfélögin í tilefni tímamótanna.

Menningarnefnd þakkar sviðsstjóra fyrir kynninguna og hlakkar til þjóðhátíðardagsins.

3. 2024030135 – Vor- og sumardagskrá bókasafnsins

Sviðsstjóri sagði frá því sem helst hefur verið á döfinni á bókasafninu á vormánuðum og því sem framundan er en nú hefur sumardagskrá tekið við.

4. 2024060005 – Listaverk á hitaveituhúsi – framtíð

Sviðsstjóri upplýsti um framkomnar ábendingar Helgu Bragadóttur arkitekts.

Málið rætt og sviðsstjóra falið að afla nánari upplýsinga.

5. 2024060006 – Fjölskyldudagur í Gróttu 2024

Sviðsstjóri kynnti mögulega tímasetningu á árlega fjölskyldudeginum.

6. 2024060007 – Bæjarhátíð 2024

Sviðsstjóri upplýsti um fyrirhugaða bæjarhátíð í lok sumars.

 

Fundi slitið: 17.28

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?