Fara í efni

Menningarnefnd

161. fundur 15. mars 2024

161. fundur Menningarnefndar Seltjarnarnesbæjar haldinn í fundarsal á Bæjarskrifstofu Seltjarnarness, föstudaginn 15. mars 2024 kl. 08:15

Mættir: Þórdís Sigurðardóttir formaður, Inga Þóra Pálsdóttir, Þröstur Þór Guðmundsson og Bryndís Kristjánsdóttir

Stefán Árni Gylfason boðaði forföll

Fundargerð ritaði: María Björk Óskarsdóttir, sviðsstjóri Þjónustu- og samskiptasviðs.

Dagskrá:

1. 2023050233 Seltjarnarnesbær 50 ára kaupstaðarafmæli þann 9. apríl 2024

María Björk sviðsstjóri kynnti fyrirhugaða hátíðardagskrá á Seltjarnarnesi sem hún er að skipuleggja í tilefni af 50 ára kaupstaðarafmæli Seltjarnarnesbæjar þann 9. apríl nk. Forseti Íslands, Hr. Guðni Th. Jóhannesson hefur þegið boð um að koma í opinbera heimsókn á Seltjarnarnes af þessu tilefni. Afmælisdagskráin er því sniðin að móttöku forseta um leið og þessum merku tímamótum bæjarins verður fagnað. Víða verður farið og margt gert til að tengja við starfsemi sveitarfélagsins og sem flesta bæjarbúa á öllum aldursskeiðum. Fljótlega verður hátíðardagskráin kynnt fyrir bæjarbúum og þeim boðið í afmælisveislu þennan dag.

Menningarnefnd lýsir ánægju sinni með framlagða tillögu að afmælisdagskrá bæjarins og hvetur sviðsstjóra að huga vel að kynningu hennar til íbúa.

2. 2024020099 – Viðhald og endurbætur á Eiðistorgi 2024

Sviðsstjóri upplýsti menningarnefnd um þær endurbætur sem nú standa yfir á Eiðistorgi í aðdraganda 50 ára kaupstaðarafmælisins en það verður ákveðinn miðpunktur hátíðarhaldanna. Ásýnd torgsins nálgast aftur upprunalega liti og markvisst er unnið að lagfæringu gróðurs svo nokkuð sé nefnt. Sviðsstjóri upplýsti jafnframt um samstarf við Sigríði Soffíu Níelsdóttur bæjarlistamann Seltjarnarness 2024 um hönnun og ræktun Eldblóma sem ákveðið hefur verið að gróðusetja í blómakerin á torginu en þau hafa nú verið opnuð aftur eftir margra ára lokun.

Menningarnefnd fagnar fyrirhuguðum endurbótum á Eiðistorgi og aðkomu bæjarlistamanns.

3. 2024030129 – Erindi frá Forsætisráðuneyti vegna 80 ára afmæli lýðveldisins 2024

Lagt fram bréf frá frá formanni afmælisnefndar á vegum forsætisráðherra í tengslum við 80 ára afmæli íslenska lýðveldisins. Óskað er eftir samstarfi við sveitarfélög landsins, þátttöku og kynningu í tengslum við hátíðardagskrá afmælisársins sem nær hámarki á 17. júní.

4. 2024030135 – Starfsemi bókasafnsins í upphafi árs

Sviðsstjóri upplýsti um gang mála á bókasafninu en árið hefur farið vel af stað og margt í gangi að vanda. Safnanótt gekk virkilega vel en mikill fjöldi mætti á safnið og tók þátt í fjölbreyttri dagskrá.

Menningarnefnd ítrekar ánægju sína með menningarstarf á bókasafninu.

5. 2024030134 – Erindi nemendaráðs varðandi Náttúrugripasafn Seltjarnarness

Lagt fram bréf frá nemendaráði Valhúsaskóla og Selins með beiðni um að Náttúrugripasafn Seltjarnarness sem staðsett er í skólanum verði fundinn annar staður. Náttúrugripasafnið var upphaflega opnað í Valhúsaskóla í maí 1982 og stækkað til muna árið 1996.

Menningarnefnd þakkar fyrir innsent erindi og frestar umræðum þar til á næsta fundi.

 

Fundi slitið kl. 09.45

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?