160. fundur Menningarnefndar Seltjarnarnesbæjar haldinn í fundarsal á Bæjarskrifstofu Seltjarnarness, fimmtudaginn 14. desember 2023 kl. 08:00
Mættir: Þórdís Sigurðardóttir formaður, Inga Þóra Pálsdóttir, Þröstur Þór Guðmundsson, Stefán Árni Gylfason og Bryndís Kristjánsdóttir
Fundargerð ritaði: María Björk Óskarsdóttir, sviðsstjóri Þjónustu- og samskiptasviðs.
Dagskrá:
1. 2023100074 – Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2024
Farið var yfir innsendar umsóknir og tilnefningar um Bæjarlistamann Seltjarnarness 2024 og hann einróma valinn.
Formaður menningarnefndar mun tilkynna viðkomandi um niðurstöðu nefndarinnar. Valið verður gert opinbert við hátíðlega athöfn á Bókasafni Seltjarnarness fljótlega á nýju ári en dagsetning verður valin í samráði við listamanninn. Sviðsstjóra er falið að undirbúa athöfnina.
2. 2023050233 – Seltjarnarnesbær 50 ára 2024
Sviðsstjóri upplýsti að bæjarstjórn hefði tekið ákvörðun um að verja 7.000.000 kr. í tilefni af 50 ára kaupstaðarafmæli Seltjarnarnesbæjar þann 9. apríl 2024. Sviðsstjóra Þjónustu- og samskiptasviðs hefur enn fremur verið falið að skipuleggja hátíðardagskrá á afmælisárinu í samráði við menningarnefnd innan ramma fjárhagsáætlunar. Samhliða vinnu við gerð fjárhagsáætlunar lagði sviðsstjóri fyrir bæjarstjórn fyrstu hugmyndir er varða afmælisárið sem nú er tímabært að rýna betur og vinna áfram með sem og að kalla eftir hugmyndum og þátttöku bæjarbúa á þessum ánægjulegu tímamótum.
3. 2023010141 – Vetrardagskrá Bókasafns Seltjarnarness
Sviðsstjóri sagði frá fjölbreyttri viðburðadagskrá í lok árs 2023 sem hefur verið afar vel sótt og því sem framundan er nú í byrjun nýs árs.
Menningarnefnd lýsir yfir ánægju með metnaðarfulla og flotta dagskrá á aðventunni. Gaman að sjá hversu vel bókasafnið er sótt.
4. 2023090285 – Menningarmál (05), fjárhagsáætlun 2024
Sviðsstjóri lagði fram til kynningar greinargerð Þjónustu- og samskiptasviðs sem lögð var fram við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2024. Sviðsstjóri upplýsti ennfremur um samþykkta fjárhagsáætlun næsta árs er snýr að menningarmálunum og samþykkt var í bæjarstjórn þann 13. desember sl.
Fundi slitið kl. 09:10