Fara í efni

Menningarnefnd

159. fundur 10. október 2023

159. fundur Menningarnefndar Seltjarnarnesbæjar haldinn í fundarsal á Bæjarskrifstofu Seltjarnarness, þriðjudaginn 10. október 2023 kl. 16:00

Mættir: Þórdís Sigurðardóttir formaður, Inga Þóra Pálsdóttir, Þröstur Þór Guðmundsson, Stefán Árni Gylfason og Bryndís Kristjánsdóttir.

Fundargerð ritaði: María Björk Óskarsdóttir, sviðsstjóri Þjónustu- og samskiptasviðs.

Dagskrá:

1. 2023050235 – 17. júní 2023

Sviðsstjóri upplýsti um hvernig til tókst með 17. júní hátíðarhöldin á Seltjarnarnesi.

Menningarnefnd telur að framkvæmd og dagskrá hátíðarhaldanna hafi gengið vel og þakkar starfsfólki bæjarins sem að málum komu fyrir. Mikill fjöldi fólks tók þátt með einum eða öðrum hætti og skemmti sér vel á þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga.

2. 2023050237 – Bæjarhátíð Seltjarnarness 2023

Sviðsstjóri gerði grein fyrir því hvernig til tókst með bæjarhátíðina þetta árið, boðið var upp á ýmsa viðburði og heilt yfir tókst vel til þrátt fyrir að veður hafi sett töluvert mikið strik í reikninginn.

Menningarnefnd telur hátíð sem þessa mikilvæga í menningarlífi bæjarins og þakkar öllum sem lögðu hönd á plóg sérstaklega fyrir.

3. 2023050236 – Fjölskyldudagur í Gróttu 2023

Sviðsstjóri upplýsti að vegna aftakaveðurs þá helgi sem að Fjölskyldudagurinn í Gróttu átti að vera reyndist nauðsynlegt að aflýsa hátíðinni þrátt fyrir að búið hefði verið að skipuleggja alla dagskránna og undirbúa.

Menningarnefnd telur að rétt ákvörðun hafi verið tekin með hliðsjón af öryggi þátttakenda og vonar að veðurguðirnir verði okkur hliðhollari á næsta ári.

4. 2023010141 – Haustdagskrá Bókasafns Seltjarnarness

Sviðsstjóri sagði frá því að sumardagskrá bókasafnsins hefði gengið vel og að nú væri vetrardagskráin komin á fullt með fjölda viðburða fyrir alla fjölskylduna.

Menningarnefnd lýsir yfir ánægju með viðburðadagskrá safnsins og hvetur bæjarbúa til að nýta sér þjónustu safnsins. Umræður sköpuðust um kynningu á viðburðum og sviðsstjóra falið að skoða það nánar.

5. 2023100074 – Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2024

Kominn er sá tími ársins að Menningarnefnd auglýsi eftir umsóknum og tilnefningum um Bæjarlistamann Seltjarnarness 2024.

Menningarnefnd samþykkir að auglýsa eftir miðjan október 2023 samkvæmt því sem reglur um tilnefningu bæjarlistamanns segja til um.

6. 2023050233 – Seltjarnarnesbær 50 ára 2024

Sviðsstjóri nefndi að á næsta ári á Seltjarnarnesbær 50 ára kaupstaðarafmæli og gott að huga að hugmyndavinnu um hvernig minnast megi þessarra tímamóta.

Menningarnefnd er tilbúin að taka þátt í hugmyndavinnu um viðburði á afmælisárinu.

7. 2023090309 – Selkórinn, umsókn um endurnýjun samstarfssamnings

Lögð fram til kynningar beiðni Selkórsins um endurnýjun samstarfssamnings við Seltjarnarnesbæ fyrir árin 2024-2027. Samstarf Selkórsins og Seltjarnarnesbæjar hefur verið fastur þáttur í starfsemi kórsins og bæjarlífinu.

Menningarnefnd hvetur til þess að samstarf við Selkórinn verði endurnýjað til þriggja ára á sambærilegan hátt og var enda hefur Selkórinn skapað sér fastan sess í menningarlífi bæjarins. Umsókninni vísað áfram til bæjarráðs.

8. 2023100041 – Umsókn um menningarstyrk vegna tónleika Kammerkórs Seltjarnarneskirkju

Menningarnefnd tekur jákvætt í umsóknina og telur fyrirhugaðan viðburð metnaðarfullan og lyftistöng fyrir menningarlífið á Seltjarnarnesi. Menningarnefnd vísar málinu áfram til bæjarráðs og felur sviðsstjóra að fylgja því eftir í takt við umræður á fundinum.

 

Fundi slitið 18.34

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?