157. fundur Menningarnefndar Seltjarnarness var haldinn í fundarsal Bæjarskrifstofu Seltjarnarness, fimmtudaginn 12. janúar 2023 kl. 16:00.
Fundinn sátu: Þórdís Sigurðardóttir formaður, Inga Þóra Pálsdóttir, Þröstur Þór Guðmundsson, Stefán Árni Gylfason og Bryndís Kristjánsdóttir.
Starfsmaður: María Björk Óskarsdóttir, sviðsstjóri Þjónustu- og samskiptasviðs
Fundargerð ritaði: María Björk Óskarsdóttir, sviðsstjóri
Dagskrá:
1. 2022100110 – Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2023
Farið var yfir innsendar umsóknir og tilnefningar um Bæjarlistamann Seltjarnarness 2023 og hann einróma valinn.
Formaður menningarnefndar mun tilkynna viðkomandi um niðurstöðu nefndarinnar. Valið verður gert opinbert við hátíðlega athöfn á Seltjarnarnesi eins fljótt og kostur er í samráði við listamanninn og er sviðsstjóra falið að undirbúa athöfnina.
2. 2022100165 – Seltjarnarnesbær 50 ára kaupstaðarréttindi 2024
Sviðsstjóri upplýsti um að þann 9. apríl 2024 á Seltjarnarnesbær 50 ára kaupstaðarafmæli. Gert er ráð fyrir því að hugmyndavinna og undirbúningur að því hvernig fagna megi þessum merkilegu tímamótum hefjist á þessu ári þ.e. 2023.
Menningarnefnd þakkar kynninguna. Ánægjuleg tímamót eru framundan sem vert er að fagna. Nefndin leggur til að undirbúningur og hugmyndavinna hefjist sem allra fyrst.
3. 2022010103 – Starfsemi Bókasafns Seltjarnarness
Sviðsstjóri fór yfir fjölbreytta viðburðadagskrá í lok árs 2022 og það sem framundan er nú í byrjun nýs árs.
Menningarnefnd þakkar fyrir fjölbreytta og metnaðarfulla dagskrá og hlakkar til þess sem koma skal.
Fundi slitið kl. 17.20