Fara í efni

Menningarnefnd

13. október 2022

156. fundur Menningarnefndar Seltjarnarnesbæjar var haldinn í fundarsal Bæjarskrifstofu Seltjarnarness, fimmtudaginn 13. október 2022 kl. 16:00

Mættir: Þórdís Sigurðardóttir formaður, Inga Þóra Pálsdóttir, Þröstur Þór Guðmundsson, Stefán Árni Gylfason og Bryndís Kristjánsdóttir.

Fundargerð ritaði: María Björk Óskarsdóttir, sviðsstjóri Þjónustu- og samskiptasviðs.


Dagskrá:

1. 2022050067 – Útilistaverk bæjarlistamanns 2022

Sviðsstjóri kynnti stöðu mála og sýndi myndir en listamaðurinn, Þórdís Erla Zöega lauk við listaverkið nú í vikunni og einungis er lokafrágangur eftir á húsnæði hitaveitunnar við Gróttu.

Menningarnefnd lýsir ánægju sinni með listaverkið og hrósar listamanninum og starfsfólki Seltjarnarnesbæjar er að málum komu. Nefndin leggur til að hafa formlega vígsluathöfn síðar í haust í samráði við listamanninn.


2. 2022010103 – Starfsemi Bókasafns Seltjarnarness

Sviðsstjóri fór yfir fjölbreytta viðburðadagskrá októbermánaðar sem og ýmiss mál er snerta daglega starfsemi.


3. 2022100111 – Reglur um bæjarlistamann Seltjarnarness uppfærðar

Sviðsstjóri lagði fram drög að uppfærðum reglum um tilnefningu Bæjarlistamanns Seltjarnarness. Þær reglur sem nú eru í gildi eru frá 2014 og hafa um nokkurt skeið þarfnast lagfæringa í takt við tímann.

Menningarnefnd samþykkir drög sviðsstjóra og vísar þeim til bæjarstjórnar til samþykkis.


4. 2022100110 – Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2023

Kominn er sá tími ársins að Menningarnefnd auglýsi eftir umsóknum og tilnefningum um Bæjarlistamann Seltjarnarness 2023.

Menningarnefnd samþykkir að auglýsa eftir miðjan október 2022 samkvæmt því sem reglur um tilnefningu bæjarlistamanns segja til um.


Fundi slitið kl. 17.05

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?