154. fundur Menningarnefndar Seltjarnarnesbæjar haldinn í fundarsal á Bæjarskrifstofu Seltjarnarness, fimmtudaginn 5. maí 2022 kl. 16:30
Mættir: Guðrún Jónsdóttir formaður, Guðni Sigurðsson, Þórdís Sigurðardóttir, Stefanía Helga Sigurðardóttir.
Margrét H. Gústavsdóttir boðaði forföll.
Fundargerð ritaði: María Björk Óskarsdóttir sviðsstjóri
Dagskrá:
1. 2022050067 – Útilistaverk - framlag Bæjarlistamanns Seltjarnarness 2022
Lagðar fram tillögur að útilistaverki sem verður framlag bæjarlistamanns á listamannsárinu.
Menningarnefnd líst afar vel á tillögur bæjarlistamanns að útilistaverki á húsnæði hitaveitunnar við Gróttu og felur sviðsstjóra að vinna að undirbúningi og uppsetningu í samráði við listamann og bæjarstarfsmenn. Fleiri spennandi tillögur komu frá bæjarlistamanni sem menningarnefnd telur vert að skoða síðar.
2. 2022030093 – 17. júní 2022
Farið var yfir fyrirhugaða dagskrá 17. júní á Seltjarnarnesi en loksins verður hægt að halda hefðbundin hátíðarhöld í Bakkagarði.
Menningarnefnd fagnar því að loks verði aftur hægt að halda veglega 17. júní hátíð á Seltjarnarnesi og líst mjög vel á fyrirhugaða dagskrá. Sviðsstjóra er falið að sjá um framkvæmd hátíðarhaldanna.
3. 2022050086 – Jónsmessuganga 2022
Sviðsstjóri ræddi að Jónsmessuganga yrði að vanda haldin í sumar með góðri dagskrá.
Menningarnefnd tekur undir að Jónsmessuganga verði haldin í sumar og felur sviðsstjóra að skipuleggja þann árvissa viðburð.
4. 2022010103 – Starfsemi Bókasafn Seltjarnarness á vorönn 2022
Sviðsstjóri upplýsti að daglegt starf bókasafnsins gengi vel og að viðburðatengd dagskrá væri komin vel af stað eftir að samkomutakmörkunum lauk.
Menningarnefnd lýsir yfir ánægju sinni með starfsemi Bókasafns Seltjarnarness og þeirra viðburða sem þar eru haldnir.
5. 2022020153 - Umsókn um menningarstyrk, Sirkussýning Glappakast
Menningarnefnd tekur vel í umsóknina og felur sviðsstjóra að skipuleggja fjölda og tímasetningar sýninga í sumar.
6. 2022050088 – Listaverkagjafir til Bókasafns Seltjarnarness og Seltjarnarnesbæjar
Sviðsstjóri upplýsti að bæði Seltjarnarnesbær og Bókasafn Seltjarnarnesbæjar hefðu hlotið listaverkagjafir í framhaldi af sýningum myndlistarfólks í Gallerí Gróttu. Annars vegar gaf Ásdís Kalman myndlistarkona Seltjarnarnesbæ málverkið Varmi en það var eitt þeirra verka sem var á sýningunni Ljósbrot. Hins vegar gaf Vatnslitafélag Íslands Bókasafni Seltjarnarness málverkið Farfuglar eftir SYSTU (Sigríði Ásgeirsdóttur) en verkið var eitt af mörgum sem sýnt var á samsýningu Vatnslitafélagsins.
Menningarnefnd fyrir hönd Seltjarnarnesbæjar þakkar listamönnunum fyrir höfðinglega gjöf.
7. Annað
Þar sem gera má ráð fyrir því að þessi fundur menningarnefndar sé sá síðasti á kjörtímabilinu 2018-2022 vill nefndin þakka sviðsstjóra vel unnin störf og samstarf á tímabilinu. Einnig þakkar nefndin fyrir sig og óskar menningarmálum á Seltjarnarnesi velfarnaðar í framtíðinni.
Fundi slitið kl. 18.10