152. fundur menningarnefndar Seltjarnarness haldinn í fundarsal á Bæjarskrifstofu Seltjarnarness þriðjudaginn 1. september 2021 kl. 16.00
Mættir: Guðni Sigurðsson, Þórdís Sigurðardóttir. Guðrún Jónsdóttir tók þátt í fundinum í gegnum Teams fjarfundarbúnað.
Fjarverandi: Margrét H. Gústavsdóttir og Stefanía Helga Sigurðardóttir
María Björk Óskarsdóttir ritaði fundargerð.
Dagskrá:
- Málsnúmer 2021080377 – Sumarstarf bókasafnsins og drög að haustdagskrá
Sviðsstjóri upplýsti um fjölbreytt starf á bókasafninu í sumar og lagði fram fyrstu drög að viðburðadagskrá haustsins en stefnt er að því að bjóða upp á spennandi dagskrá fyrir alla aldurshópa.
- Málsnúmer 2021020077 – Menningarhátíð 2021
Áframhaldandi umræða um fyrirhugaða menningarhátíð 7.-10. október og ákveðið að halda áætlun með hátíðina en innan marka gildandi samkomutakmarkana og sóttvarnareglna. Sviðsstjóri fór yfir drög að dagskrá og var falið að útfæra hana nánar.
- Annað
Fundi slitið: 17.55