Fara í efni

Menningarnefnd

15. júní 2021

151. fundur menningarnefndar Seltjarnarness haldinn í fundarsal á Bæjarskrifstofu Seltjarnarness þriðjudaginn 15. júní 2021 kl. 12.00 

Mættir: Guðrún Jónsdóttir formaður, Guðni Sigurðsson, Þórdís Sigurðardóttir, Stefanía Helga Sigurðardóttir og Margrét H. Gústavsdóttir var tók þátt í fundinum í gegnum Teams fjarfundarbúnað. 

María Björk Óskarsdóttir ritaði fundargerð. 

Dagskrá: 

  1. Málsnúmer 2021060055 – 17. júní 2021
    Farið var yfir dagskrá 17. júní á vegum Seltjarnarnesbæjar en ekki er hægt að halda hefðbundin hátíðarhöld í Bakkagarði vegna fjöldatakmarkana tengt Covid-19. 
  2. Málsnúmer 2021050053– Höfuðborgarkort
    Lögð fram tillaga frá aðalfundi SSH 2020 um sameiginlegt Höfuðborgarkort en Bæjarráð vísaði bréfinu til umfjöllunar hjá nefndinni. Menningarnefnd tekur vel í hugmyndina en telur þörf á frekari greiningu
  3. Málsnúmer 2021050029 – Umsókn um menningarstyrk vegna Listfenginna íslenskra hönnunar ísskápa. Menningarnefnd þakkar fyrir umsóknina sem er áhugaverð en sér ekki fært að styrkja verkefnið. 
  4. Málsnúmer 2021040011 – Umsókn um menningarstyrk vegna gerðar Tónlistarmyndbands.
    Menningarnefnd þakkar fyrir umsóknina en hafnar styrkbeiðninni en jákvætt er þó tekið í að Seltjarnarnesbær veiti vilyrði fyrir því að myndbandið verði tekið upp á Eiðistorgi. 
  5. Málsnúmer 2021020117 – Umsókn um menningarstyrk vegna sirkússýningar.
    Menningarnefnd tekur vel í styrkbeiðnina og felur sviðsstjóra að ræða frekari útfærslu á verkefninu. 
  6. Málsnúmer 2021060077 – Jónsmessuganga 2021
    Sviðsstjóri ræddi möguleikann á því að halda Jónsmessugöngu nú 24. júní en gangan féll niður vegna Covid-19 árið 2020. Menningarnefnd felur sviðsstjóra að skoða hvort hægt er að halda gönguna innan marka sóttvarnareglna. 
  7. Málsnúmer 2021060076 – Fjölskyldudagur í Gróttu 2021
    Sviðsstjóri ræddi möguleikann á því að halda þennan árlega viðburð síðustu helgina í ágúst en hann féll niður vegna Covid-19 árið 2020. Menningarnefnd er hlynnt því að stefna að því að halda Fjölskyldudag í Gróttu ef hægt verður. 
  8. Málsnúmer 2021060078 – Bæjarhátíð Seltjarnarnesbæjar 2021
    Sviðsstjóri ræddi möguleikann á því að halda bæjarhátíð í samráði við íbúa síðustu helgina í ágúst en engin slík hátíð var haldin árið 2020 vegna Covid-19. Menningarnefnd er hlynnt því að haldin verði bæjarhátíð í lok ágúst ef hægt verður og vilji er fyrir því hjá þeim íbúum sem komið hafa að framkvæmdinni. 
  9. Málsnúmer 2021020077 – Menningarhátíð 2021
    Áframhaldandi umræða um fyrirhugaða menningarhátíð í haust ef hægt verður. Stefnt að því að halda hátíðina með glæsilegri dagskrá. 
  10. Til upplýsinga – Starfsemi bókasafnsins, framkvæmdir í Félagsheimilinu o.fl
    Sviðsstjóri upplýsir um stöðu mála á bókasafninu, tíminn hefur verið nýttur sem og upplýsti sviðsstjóri um stöðu mála á framkvæmdum í Félagsheimilinu. 

Fundi slitið: 13.50
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?