149. fundur menningarnefndar Seltjarnarness sem fjarfundur fimmtudaginn 12. nóvember 2020 kl. 14:00
Mættir: Guðrún Jónsdóttir formaður, Guðni Sigursson, Þórdís Sigurðardóttir, Sigríður Soffía Níelsdóttir.
Fjarverandi: Margrét H. Gústavsdóttir
María Björk Óskarsdóttir ritaði fundargerð
Dagskrá:
- Málsnúmer 2019120206 – Bókasafn - upplýst um starfsemina í skugga Covid 2020
Sviðsstjóri upplýsir hvernig starfinu hefur verið háttað og boðið upp á þjónustu þrátt fyrir lokanir safnsins vegna samkomubanns. - Málsnúmer 2020110060 – Sameiginlegt bókasafnsskírteini bókasafna á höfuðborgarsvæðinu
Lagt fram til kynningar sameiginlegt bréf allra forstöðumanna bókasafna á höfuðborgarsvæðinu með þeirri ósk að eitt bókasafnsskírteini gildi í öll bókasöfn svæðisins. Menningarnefnd líst vel á hugmyndina og vonar að hún komist til framkvæmda. - Málsnúmer 2020090143 – Félagsheimili Seltjarnarness endurbætur 2020
Sviðsstjóri upplýsir um fyrirhugaðar viðhaldsframkvæmdir á Félagsheimilinu sem eru að hefjast og því verður húsið lokað á meðan. Nýtt rekstrarform verður skoðað áður en húsið opnar eftir endurbætur. Menningarnefnd fagnar því að búið sé að ákveða að fara í viðhaldsframkvæmdir á Félagsheimili bæjarins. Hvatt er til þess að einnig verði haft samráð við fagaðila í menningarmálum varðandi framkvæmdina s.s. lista- og tæknifólk. - Málsnúmer 2020020163 – Selkórinn – umsókn um endurnýjun samstarfssamnings
Lögð fram umsókn um endurnýjun samstarfssamnings, nýr samningur mun þá gilda fyrir árin 2021-2024. Menningarnefnd er hlynnt áframhaldandi samstarfi og stuðningi við Selkórinn og miða við að árleg styrkupphæð haldist óbreytt næstu þrjú árin. Erindinu er vísað áfram til bæjarráðs. - Málsnúmer 2020050230 - Umsókn um menningarstyrk vegna Flýja, kvikmyndahandrit.
Menningarnefnd tekur vel í frumkvæðið og styrkbeiðnina og leggur til að umsóknin verðis samþykkt en að styrkurinn verði greiddur í tvennu lagi, helmingur við undirritun og helmingur að handritaskrifum og/eða námskeiði loknu. Erindinu er vísað áfram til bæjarráðs. - Málsnúmer 2020100127 – Umsókn um menningarstyrk, fræðsla/vinnustofa um félagslega virkni eftir Covid19.
Menningarnefnd telur umsóknina ekki eiga erindi við málaflokk nefndarinnar og vísar því frá.
Fundi slitið kl. 15.52