Fara í efni

Menningarnefnd

59. fundur 02. desember 2004

59. fundur menningarnefndar haldinn fimmtudaginn 2. desember 2004 kl. 17:10-19:00 að Austurströnd 2.

Fundarstjóri: Sólveig Pálsdóttir formaður Fundarritari: Pálína Magnúsdóttir Fundarmenn: Sólveig Pálsdóttir, Bjarki Harðarson, Bjarni Dagur Jónsson, Jakob Þór Einarsson, Arnþór Helgason

Dagskrá:

1. Breyting á reglum um tilnefningu bæjarlistamanns

Málsnúmer: 2004060019

Lagt er til að breyta annarri grein í Reglur um tilnefningu bæjarlistamanns Seltjarnarness.

Önnur grein hljóðar svo:

"Nefndin skal auglýsa eftir umsóknum í dagblöðum og þeim bæjarblöðum sem út koma hverju sinni. Skal umsóknum skilað fyrir 20. október ár hvert.

Bæjarlistamaður skal tilnefndur í upphafi nýs árs og skal listamaðurinn bera titil þess árs sem nýhafið er."

Lagt er til að greinin hljóði svo:

"Nefndin skal auglýsa eftir umsóknum í dagblöðum og þeim bæjarblöðum sem út koma hverju sinni. Skal umsóknum skilað fyrir 25. nóvember ár hvert.

Bæjarlistamaður skal tilnefndur í upphafi nýs árs og skal listamaðurinn bera titil þess árs sem nýhafið er."

Samþykkt samhljóða

2. Bæjarlistamaður 2005

Málsnúmer: 2004100038

Farið yfir umsóknir um bæjarlistamann 2005

3. Önnur mál

a) Útilistaverk. Sólveig rakti stöðu mála varðandi útilistaverk.

b) Menningarhátíð 2005. Rætt um menningarhátíð 2005

c) Tillaga frá Bjarna Degi Jónssyni um að endurvekja gamaldags jólaball í Félagsheimilinu. Bjarni Dagur tekur að sér að kanna áhuga foreldra, félagasamtaka og ungra barna á þessari tillögu.



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?