147. fundur menningarnefndar Seltjarnarness haldinn á Bæjarskrifstofu Seltjarnarness miðvikudaginn 8. janúar 2020 kl. 17:00
Mættir: Guðrún Jónsdóttir formaður, Guðni Sigursson, Margrét H. Gústavsdóttir, Þórdís Sigurðardóttir, Stefanía Helga Sigurðardóttir.
María Björk Óskarsdóttir ritaði fundargerð
Dagskrá:
- Málsnúmer 2017070016 Menningarhátíð 2019 – Sviðsstjóri upplýsir hvernig til tókst. Afar góð þátttaka var á nær öllum viðburðum Menningarhátíðarinnar sem stóð yfir í fjóra daga með um 40 ólíkum sýningum og viðburðum. Mörg hundruð manns sóttu suma viðburðina m.a. sýningar á bókasafninu og á Eiðistorgi, morgunverðarboðið, sýningu Guðrúnar Einarsdóttur í Nesstofu, hátíðardagskrá um Þórarin Eldjárn í Félagsheimilinu o.fl. Fjöldi fólks hefur lýst yfir þakklæti og ánægju sinni bæði með einstaka dagskrárliði og hátíðina í heild sinni. Unnið er að greinargerð um Menningarhátíðina 2019. Menningarnefnd þakkar sviðsstjóra menningarsviðs, starfsmönnum, aðstandendum, listamönnum og öllum þeim sem að menningarhátíðinni komu fyrir mjög vel unnin störf og glæsilega dagskrá.
- Málsnúmer 2019030152 Fjölbreytt dagskrá bókasafnsins í nóvember og desember reifuð og upplýst um það helsta sem er á döfinni í byrjun árs.
- Málsnúmer 2019080744 Fjárhagsáætlun Menningarsviðs lögð fram til kynningar.
Farið var yfir fjárhagsáætlun sviðsins fyrir árið 2020. - Málsnúmer 2019100091 Bæjarlistamaður 2020
Farið var yfir umsóknir um Bæjarlistamann Seltjarnarness 2020 og hann einróma valinn. Formaður menningarnefndar mun tilkynna viðkomandi um niðurstöðu nefndarinnar. Stefnt er að því að gera valið opinbert við hátíðlega athöfn á Seltjarnarnesi í lok janúar 2020.
Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 18.20