Fara í efni

Menningarnefnd

27. ágúst 2019
146. fundur menningarnefndar Seltjarnarness haldinn á Bæjarskrifstofu Seltjarnarness þriðjudaginn 27. ágúst 2019 kl. 17:00
Mættir: Guðrún Jónsdóttir formaður, Guðni Sigursson, Margrét H. Gústavsdóttir, Þórdís Sigurðardóttir, Stefanía Helga Sigurðardóttir.
Fjarverandi: Karla Aníta Kristjánsdóttir fulltrúi Ungmennaráðs. Kristín Arnþórsdóttir starfsmaður bókasafnsins kom inn á fundinn undir lið 7, Menningarhátíð.
María Björk Óskarsdóttir ritaði fundargerð

Dagskrá:
  1. Málsnúmer 201908535 Listaverkagjöf Kristínar E. Guðjónsdóttur til Bókasafns Seltjarnarness. Menningarnefnd fyrir hönd Seltjarnarnesbæjar þakkar kærlega fyrir þessa höfðinglegu gjöf Kristínar til Bókasafns Seltjarnarnesbæjar.
  2. Málsnúmer 2019030223 17. júní 2019 – Sviðsstjóri upplýsir hvernig til tókst. Metþátttaka var í hátiðarhöldunum, hátt í fjögurþúsund manns, veðrið var einstaklega gott, hátíðargestir virtust afar ánægðir með dagskránna og allir starfsmenn sem að málum komu stóðu sig vel í tengslum við þennan stærsta viðburð bæjarins á ári hverju. Sviðsstjóra þakkað fyrir yfirlitið, einstaklega ánægjulegt hversu vel tókst til og menningarnefnd færir þakkir til allra þeirra sem að málum komu.
  3. Málsnúmer 2019080534 Jónsmessugangan 2019 – Sviðsstjóri upplýsir hvernig til tókst en þátttakan var afar góð en hátt í 200 manns tóku þátt í göngunni, nutu fróðleiks, veitinga og tónlistar í einstakri veðurblíðu. Sviðsstjóra þakkað fyrir yfirlitið, fyrir góða skipulagningu og öllum þeim sem lögðu hönd á plóg.
  4. Málsnúmer 2019080541 Bæjarhátíð Seltjarnarness 2019 – endanleg dagskrá lögð fram til kynningar. Dagskráin þykir lofa mjög góðu og er samþykkt einróma.
  5. Málsnúmer 2019070122 Fjölskyldudagur í Gróttu 31. ágúst 2019 – endanleg dagskrá lögð fram til kynningar. Dagskráin þykir lofa mjög góðu og er samþykkt einróma.
  6. Málsnúmer 2019030152 Bókasafnið – Sviðsstjóri upplýsir um hvernig sumarið hefur gengið og það helsta sem er á döfinni nú í sumarlok og byrjun hausts. Ánægjulegt hve vel hefur gengið í sumar og haustdagskráin lofar góðu.
  7. Málsnúmer 2017070016 Menningarhátíð 2019 – Undirbúningsvinna sett í gang vegna menningarhátíðar Seltjarnarnesbæjar sem fer fram 31. október – 3. nóvember.
    Farið yfir hugmyndir úr hugmyndasöfnuninni sem og aðrar hugmyndir menningarnefndar um áherslur, val á viðburðum og alla skipulagningu. Sviðsstjóra falið að setja upp fyrstu drög að dagskrá og næstu skrefum.
Fundi slitið kl. 19.25
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?