145. fundur menningarnefndar Seltjarnarness haldinn á Bæjarskrifstofu Seltjarnarness mánudaginn 1. apríl 2019 kl. 17:00
Mættir: Guðrún Jónsdóttir formaður, Guðni Sigurðsson, Margrét H. Gústavsdóttir, Þórdís Sigurðardóttir.
Forföll: Stefanía Helga Sigurðardóttir og Karla Aníta Kristjánsdóttir fulltrúi Ungmennaráðs.
María Björk Óskarsdóttir ritaði fundargerð.
Dagskrá:
- Málsnúmer 2019030152 Fjölbreytt dagskrá bókasafnsins fyrstu þrjá mánuði ársins reifuð og upplýst um það helsta sem er á döfinni fram á sumar.
Menningarnefnd lýsir yfir ánægju með metnaðarfulla og fjölbreytta dagskrá. - Málsnúmer 2019010435 Samantekt menningarsviðs í ársskýrslu Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2018 lögð fram til upplýsinga.
- Málsnúmer 2019030228 Upplýst um fyrirhugaðar framkvæmdir á húsnæði bókasafnsins á vegum Reita.
- Málsnúmer 2019030224 Barnamenningarhátíð 2019 – Drög að dagskrá lögð fram til kynningar. Menningarnefnd lýsir yfir ánægju með metnaðarfulla dagskrá.
- Málsnúmer 2019030223 17. júní 2019 – Drög að dagskrá lögð fram til kynningar.
Mikil ánægja með upplegg 17. júní dagskrárinnar og hún samþykkt. - Málsnúmer 2019030221 Beiðni Moniku Abendroth um styrk vegna þings evrópskra formæðra á Íslandi haustið 2019. Þakkað er fyrir umsóknina, menningarnefnd sér sér ekki fært að verða við styrkbeiðninni en óskar góðs gengis.
- Málsnúmer 2019030222 Útilistaverkið Tveir áttungar boðið Seltjarnarnesbæ til kaups. Menningarnefnd þakkar gott boð en sér sér ekki fært að festa kaup á verkinu.
- Málsnúmer 2017070016 Menningarhátíð 2019. Tekin umræða um fyrstu skrefin í undirbúningi fyrir menningarhátíð með það að markmiði að halda hana í október. Ákveðið að auglýsa eftir hugmyndum meðal bæjarbúa til að vinna með.
Fundi slitið kl. 18.35