Fara í efni

Menningarnefnd

07. janúar 2019

144. fundur menningarnefndar Seltjarnarness haldinn á Bæjarskrifstofu Seltjarnarness mánudaginn 7. Janúar 2019 kl. 17:00

Mættir: Guðrún Jónsdóttir formaður, Guðni Sigurðsson, Margrét H. Gústavsdóttir, Stefanía Helga Sigurðardóttir, Þórdís Sigurðardóttir, Karla Aníta Kristjánsdóttir fulltrúar Ungmennaráðs.

María Björk Óskarsdóttir ritaði fundargerð.

Dagskrá:

· Málsnúmer 2018100115 Frh. frá síðasta fundi tengt umræðum um tillögur Viðreisnar Neslista tengt menningarmálum.

  • Formaður menningarnefndar fór yfir upplýsingar frá fræðslustjóra er varðar lögbundið nám í skapandi greinum og það sem er í boði á Seltjarnarnesi fyrir börn og unglinga.

    • Nefndarmenn þakka fyrir góða samantekt en þykir miður að ekki takist að halda úti kennslu í leiklistar- og danskennslu.

  • Sviðsstjóri lagði fram upplýsingar um skiptingu fjármagns tengt menningartengdum viðburðum og styrkjum 2017 og 2018

· Málsnúmer 2018100116 Sviðsstjóri reifaði fjölbreytta dagskrá bókasafnsins í desember og upplýsti um það helsta sem er á döfinni í upphafi nýs árs

· Málsnúmer 2019010073 Beiðni Félags heyrnarlausra um styrk varðandi útgáfu á rafbók fyrir börn „Drekinn innra með þér“ sem þegar hefur verið túlkuð yfir á íslenskt táknmál.

  • Menningarnefnd lítur jákvæðum augum á að styrkja verkefnið um 50.000 kr. og visar málinu áfram til Bæjarráðs.

· Málsnúmer 2018100057 Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2019

Farið var yfir umsóknir um Bæjarlistamann Seltjarnarness 2019 og hann einróma valinn. Formaður menningarnefndar mun tilkynna viðkomandi um niðurstöðu nefndarinnar. Valið verður gert opinbert við hátíðlega athöfn á Seltjarnarnesi í janúar 2019.

Fundi slitið kl. 18.50

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?