Fara í efni

Menningarnefnd

30. maí 2018
142. fundur menningarnefndar Seltjarnarness haldinn á Bæjarskrifstofu Seltjarnarness miðvikudaginn 30. maí 2018 kl. 17:00
Mættir: Sjöfn Þórðardóttir formaður, Sigurþóra Bergsdóttir, Oddur J. Jónasson og Ásta Sigvaldadóttir.
Lýður Þorgeirsson boðaði forföll.
María Björk Óskarsdóttir ritaði fundargerð.
Dagskrá:
  1. Málsnúmer 2018030150 Drög að dagskrá 17. júní lögð fram til kynningar
    Dagskráin þykir vönduð og lofa góðu. Er samþykkt einróma.
  2. Málsnúmer 2018020055 Umsókn um styrk vegna sýningar / sviðslistaverks „Verkleg rannsókn á sviðssetningu íslenskrar karlmennsku“. Viðbótarupplýsingar lagðar fram.
    Menningarnefnd er hlynnt því að styrkja þessa ungu listamenn um afnot að Félagsheimili Seltjarnarness til æfinga og sýninga í samráði við sviðsstjóra og rekstraraðila auk þess að styrkja þá um peningafjárhæð að upphæð a.m.k. 100.000 kr. og vísar erindinu áfram til bæjarráðs.
  3. Málsnúmer 2018050352 Umsókn um styrk til Kammerkórs Seltjarnarneskirkju vegna tónleikahalds.
    Menningarnefnd sér sér ekki fært að taka fyrir erindið sökum ófullnægjandi upplýsinga sem fylgdu styrkumsókninni.
  4. Önnur mál
    María fór lauslega yfir það sem er framundan næstu vikur og mánuði.
    Sjöfn upplýsti um að menningarnefnd veitir venju samkvæmt heiðursviðurkenningar annars vegar til tveggja framúrskarandi nemenda í tónlistarskóla Seltjarnarness og hins vegar til tveggja framúrskarandi nemenda við skólaslit 10. bekkjar Valhúsaskóla.
Fleira ekki tekið fyrir, formaður menningarnefndar þakkaði nefndarmönnum fyrir samstarfið á kjörtímabilinu og fundi slitið kl. 18.00

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?