139. fundur menningarnefndar Seltjarnarness haldinn á Bæjarskrifstofu Seltjarnarness miðvikudaginn 6. desember 2017 kl. 8:00
Mættir: Sjöfn Þórðardóttir formaður, Ásta Sigvaldadóttir, Oddur J. Jónasson og Sigurþóra Bergsdóttir.
Lýður Þorgeirsson boðaði forföll og áheyrnarfulltrúi Ungmennaráðs Kristján Hilmir Baldursson var fjarverandi.
María Björk Óskarsdóttir ritaði fundargerð
Dagskrá:
- Nýr sviðsstjóri menningar- og samskiptasviðs, María Björk Óskarsdóttir, Seltjarnarnesbæjar kynntur.
- Málsnúmer 2017100051 Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2018.
Farið var yfir umsóknir um Bæjarlistamann Seltjarnarness 2018 og hann einróma valinn. Formaður menningarnefndar um tilkynna viðkomandi um niðurstöðu nefndarinnar. Valið verður gert opinbert við hátíðlega athöfn í Bókasafni Seltjarnarnesi í janúar 2018. - Málsnúmer 2017020103 Skýrsla um Menningarhátíð Seltjarnarness 2017 lögð fram.
Greinargerð um Menningarhátíð Seltjarnarness 2017 lögð fram til upplýsinga. Menningarnefnd lýsir yfir ánægju með menningarhátíðina, þakkar öllum sem að málum komu fyrir framlag sitt og fyrir greinargóða skýrslu. - Málsnúmer 2017090200 Fjárhagsáætlun Menningarsviðs lögð fram til kynningar.
Farið var yfir fjárhagsáætlun sviðsins fyrir árið 2018. - Málsnúmer 2016020008 Hvatningarsjóður fyrir unga listamenn.
Ekki er gert ráð fyrir fjármagni vegna þessa í fjárhagsáætlun 2018 og því niðurstaða að loka málinu en taka hugmyndina frekar upp síðar ef ráðrúm gefst. - Kynning á því sem er framundan á bókasafninu
Sviðsstjóri menningar- og samskiptasviðs sagði frá því helsta sem er á döfinni en mikið líf er í menningarmálunum á Seltjarnarnesi.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 9.25