138. fundur Menningarnefndar Seltjarnarness haldinn á Bæjarskrifstofu Seltjarnarness miðvikudaginn 4.október
2017 kl. 8:00.
Mættir: Sjöfn Þórðardóttir formaður, Lýður Þorgeirsson, Sigurþóra Bergsdóttir og Oddur J. Jónasson.
Kristján Hilmir Baldursson áheyrnarfulltrúi Ungmennaráðs boðaði forföll og forföll varamanns.
Fjarverandi var Ásta Sigvaldadóttir.
Gestur fundarins var Elísabet María Hafsteinsdóttir verkefnastjóri Menningarhátíðar Seltjarnarness 2017.
Dagskrá:
- Dagskrá að Menningarhátíðar Seltjarnarness 2017 lögð fram til kynningar. Málsnúmer 201702103 Elísabet María Hafsteinsdóttir verkefnastjóri Menningarhátíðar Seltjarnarness kynnti dagskrá Menningarhátíðar 2017. Dagskráin samþykkt einróma og Elísabetu Maríu þökkuð kynningin og fyrir hennar öflugu og góðu vinnu.
- Hvatningasjóður fyrir unga listamenn. Málsnúmer 2016020008 Samþykkt að nefndin fari yfir drögin fyrir næsta fund nefndarinnar.
- Bæjarlistamaður Seltjarnarness auglýsa eftir umsóknum. Málsnúmer 2017100051 Samþykkt að auglýsa eftir umsóknum um Bæjarlistamann Seltjarnarness 2018 í næstu Nesfréttum og á heimasíðu Seltjarnarnesbæjar eftir miðjan október 2017.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl.8.39.