137. fundur menningarnefndar Seltjarnarness haldinn á Bæjarskrifstofu Seltjarnarness miðvikudaginn 7. júní 2017 kl. 8:00.
Mættir: Sjöfn Þórðardóttir formaður, Sigurþóra Bergsdóttir, Oddur J. Jónasson og Lýður Þorgeirsson. Áheyrnarfulltrúi Ungmennaráðs var Júlía Karín Kjartansdóttir.
Soffía Karlsdóttir ritaði fundargerð.
Dagskrá:
- Dagskrá fyrir 17. júní lögð fram til kynningar. Málsnúmer 2017010124
Dagskráin þykir lofa góðu og er samþykkt einróma. - Dagskrárdrög að Jónsmessugöngu 21. júní lögð fram til kynningar. Málsnúmer 2017060025
Dagskráin þykir lofa góðu og er samþykkt einróma. - Dagskrárdrög að Menningarhátíð 2017 lögð fram til kynningar. Málsnúmer 201702103
Dagskráin þykir lofa góðu og er samþykkt einróma. - Leigusamningur við Reiti lagður fram til kynningar. Málsnúmer 2015080012
Fundarmenn lýsa ánægju með að samningur sé frágenginn. - Umsókn um styrk til tónleikahalds. Málsnúmer 2017050258
Samþykkt að veita styrk að upphæð kr. 80.000,- líkt og í fyrra. - Beiðni um listaverkakaup. Málsnúmer 2017050393
Erindi hafnað. Listamanni er þakkaður sýndur áhugi. - Stefnumörkun í ferðaþjónustu á Seltjarnarnesi. Málsnúmer 2015100090
Menningarnefnd fundar um málið í sumar og í framhaldinu fundar hún með umhverfisnefnd að beiðni bæjarstjórnar. - Minnisvarði. Málsnúmer 2017090002
Menningarnefnd vísar málinu til bæjarráðs.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 9:10.