135. fundur menningarnefndar Seltjarnarness haldinn á Bæjarskrifstofu Seltjarnarness miðvikudaginn 1. mars 2017 kl. 8:00
Mættir: Sjöfn Þórðardóttir formaður, Sigurþóra Bergsdóttir, Oddur J. Jónasson og Lýður Þorgeirsson. Áheyrnarfulltrúi Ungmennaráðs var Eva Kolbrún Kolbeins.
Ásta Sigvaldsdóttir boðaði forföll og einnig varamaðurinn Þórdís Sigurðardóttir.
Soffía Karlsdóttir ritaði fundargerð.
Þetta var samþykkt:
- Drög að reglum vegna úthlutunar fjárframlaga til lista- og menningarmála. Málsnúmer 2017020102
Sviðsstjóra falið að vinna áfram að reglum skv. athugasemdum sem fram komu á fundinum. - Málverkakaup. Málsnúmer 2017020061
Listamanninum Erlu Haraldsdóttur er þakkað gott boð en menningarnefnd sér sér ekki fært að verða við erindinu. - Nesstofa. Málsnúmer 2017020104
Sviðsstjóri kynnir erindi þjóðminjavarðar Margrétar Hallgrímsdóttur um samstarf Þjóðminjasafns og Seltjarnarness um rýmri opnartíma og aukna starfsemi Nesstofu. Sviðsstjóra falið að athuga kostnaðarþætti og markmið samstarfsins. - Hvatningarsjóður fyrir unga listamenn. Staða máls. Málsnúmer 2016020008
Menningarnefnd endurskoðar núverandi regludrög. - Minnisvarði fyrir látna Seltirningar. Staða máls. Málsnúmer 2014090002
Formaður menningarnefndar kynnir stöðuna.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:18