133, fundur menningarnefndar Seltjarnarness haldinn á Bæjarskrifstofu Seltjarnarness mánudaginn 5. desember 2016 kl. 8:00
Mættir: Sjöfn Þórðardóttir formaður, Sigurþóra Bergsdóttir og Oddur J. Jónasson.
Forföll boðuðu Ásta Sigvaldsdóttir og Eva Kolbrún Kolbeins áheyrnarfulltrúi Ungmennaráðs. Fjarverandi var Lýður Þorgeirsson.
Soffía Karlsdóttir ritaði fundargerð.
Fundarmenn hófu fundinn á mínútuþögn til að heiðra minningu Katrínar Pálsdóttur formanns menningarnefndar sem féll frá fyrir stuttu.
Þetta var samþykkt:
- Bæjarlistamaður Seltjarnarness. Málsnúmer 201600051
Farið yfir umsóknir um Bæjarlistarmann Seltjarnarness 2017 og hann valinn. Formaður menningarnefndar mun tilkynna viðkomandi um niðurstöðu nefndarinnar. Valið verður gert opinbert við hátíðlega athöfn í Bókasafni Seltjarnarness í janúar 2017. - Laugardagsopnun Bókasafns Seltjarnarness. Málsnúmer 2016090124
Bæjarráð hefur samþykkt í nýrri fjárhagsáætlun að Bókasafn Seltjarnarness skuli vera opið á laugardögum frá og með 1. janúar 2017. - Fjárhagsáætlun 2017. Málsnúmer 2016090130
Farið var yfir fjárhagsáætlun sviðsins fyrir árið 2017. - Stefnumörkun í ferðaþjónustu á Seltjarnarnesi. Málsnúmer 2015100090
Nefndarmenn fagna gerð skýrslunnar en óska eftir tímasettri aðgerðaráætlun í kjölfar hennar. - Forsögn um deiliskipulag miðbæjar Seltjarnarness. Málsnúmer 2015040037
Nefndarmenn gera engar athugasemdir, en þeim gefst kostur á að skila þeim inn til 15. janúar 2017. - Fundartímar menningarnefndar. Málsnúmer 2016020029
Fundartími menningarnefndar verður á miðvikudagsmorgnum kl. 8 og er sviðsstjóra falið að koma með tillögu að næstu fundartímum.
Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:10